19.12.2010 01:21

Kalt til jóla og kanski föl.

Það spáir kuldum strax eftir helgi með norðanátt og allt að 12 stiga frosti þegar kemur fram á þriðjudaginn samkvæmt spá veðurstofunar og helst kuldinn við fram að þorláksmessu. Þá má búast við éljum víða á sunnanverðu landinu með austlægum áttum, en áfram verður dálítið frost.
Á föstudag (aðfangadagur jóla) og laugardag (jóladagur): Líkur á hægri austlægri eða breytilegri átt. Lítilsháttar él, síst þó vestanlands. Hiti breytist lítið á aðfangadag en heldur mildara á jóladag segir í spánni.

Flettingar í dag: 260
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1611
Gestir í gær: 156
Samtals flettingar: 412892
Samtals gestir: 44334
Tölur uppfærðar: 24.4.2025 02:21:19