22.04.2010 00:41

Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumarSumar og vetur frusu saman og veit það á gott sumar. Skömmu eftir miðnætti var hér -5.2°C frost.

Öldum saman var Sumardagurinn fyrsti hinn mesti gleðidagur, Þá voru víðast til snæðings magálar og brauð og  þótti dauft, ef slíkt var eigi á borðum. Þá voru sumargjafir gefnar og fengu þá börnin oft pottkökur í sumargjöf, sem þeim var treint lengi fram eftir vorinu. Annars þótti ei annað sæmandi en að sýna af sér rausn þennan dag og láta af hendi rakna eina sokka, lín í skautafald, traf eða eitthvað þess háttar.
Gleðilegt sumar

Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1910
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 245942
Samtals gestir: 31279
Tölur uppfærðar: 10.11.2024 02:32:30