02.04.2010 10:32

Siggi flug

Sigurður Jónsson (Siggi flug)ÞANN 14. NÓVEMBER 1928 settist átján ára gamall Eyrbekkingur, Sigurður Jónsson að nafni, upp í skólaflugvél á flugvellinum við Boblingen, skammt frá Stuttgart í Þýzkalandi. Vart mun þennan unga mann þá hafa grunað, að þessi atburður ætti eftir að verða upphaf að gagngerðri byltingu á samgönguháttum heima á íslandi, en ljóst mun honum hafa verið að sín kynni að bíða ævintýralegur ferill, sem fyrsta atvinnuflugmanns heima á íslandi. Hann var fæddur á Eyrarbakka 18.2. 1910 (d.1986)sonur Jóns Sigurðssonar verslunarfulltrúa hjá Lefolii verslun og Karenar Frímannsdóttur frá Lunnansholti í Landsveit. Sigurður var af svokallaðri Tugthúsætt, en afi hans var fyrsti fangavörður við fangahúsið á Skólavörðustíg. Sigurður starfaði sem flugmaður hjá Flugfélagi Íslands og handhafi atvinnuflugmannsskirteinis nr.1.  Árið 1942 varð Sigurður fyrir afdrífaríku flugslysi þegar vél hans brotlenti á Reykjavíkurflugvelli. Árið 1956 var hann skipaður framkvæmdastjóri loftferðaeftirlits ríkisins. Hann var sæmdur fálkaorðunni 1960. Sigurður var auk þess listhneigður og málaði myndir sér til dægrastittingar og hélt á þeim sýningar í Reykjavík. Hersteinn Pálsson gaf út æfiminningar Sigurðar 1969.

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219589
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 18:19:47