06.03.2010 18:15

Beðið eftir gosi

Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull (1,666m) hefur gosið á sögulegum tíma en síðasta eldgos í jöklinum var árið 1821 til 1823 og þar á undan árið 1612. Síðasta hlaup vegna gosa í Eyjafjallajökli var árið 1822 og fyllti það alla farvegi Markarfljóts. Gos í tindi Eyjafjallajökuls verða á nokkur hundruð ára fresti en þau eru yfirleitt mun minni en Kötlugos. Hermilíkön hafa sýnt að hlaup ú Eyjafjallajökli næðu víðast hvar niður að fjallsrótum aðeins 15-30 mínútum eftir að gos hefst. Hlaup vegna goss í norðvestanverðum GoglekortEyjafjallajökli gæti náð að varnargörðum við Fljótshlíð á 45-60 mínútum. Gert er ráð fyrir að hlaup af þessu tagi fari yfir þá varnargarða sem nú eru milli Fljótshlíðar og Stóru Dímonar og flæmist til vesturs um eldri farvegi Markarfljóts. Margir telja að skjálftavirknin í Eyjafjallajökli að undanförnu sé fyrirboði um  eldgos undir jöklinum.

Heimild: HÆTTUMAT VEGNA ELDGOSA OG HLAUPA FRÁ VESTANVERÐUM MÝRDALSJÖKLI OG

EYJAFJALLAJÖKLI


Þennan dag: 1967 mb. Bjarni frá Dalvík strandar framan við Baugstaðarós. Mannbjörg varð.
Flettingar í dag: 456
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229729
Samtals gestir: 29881
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 04:52:29