18.02.2010 23:35

Búðargletta

VesturbúðinKarl einn er Jón hét, þótti bæði auðtrúa og fljótfær og höfðu gárungarnir gaman af að glettast við hann af þeim sökum. Eitt sinn er Jón var staddur á Eyrarbakka í kaupstaðarferð, vatt sér að honum kunningi hans og spurði með alvöruþrungnum ákafa, hvort hann (Jón) hafi heyrt um hvalrekann. Nei, Jón hafði ekkert heyrt, og hóf þegar að spyrja kunningjann í þaula um þennan merkisatburð, en hinn ansaði engu. Loks þagnaði Jón. Þá sagði hinn með mestu hægð: "Ja, ég hefi nú reyndar ekki heyrt það heldur."
Spaug

Þennan dag: 1973 12 Vestmannaeyjafjölskyldur setjast hér að eftir að gos hófst í Eyjum.

Flettingar í dag: 1068
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 509487
Samtals gestir: 48861
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 09:29:33