28.01.2010 23:30

Búðargletta

VesturbúðarbryggjanJónína hét kona ein á Bakkanum og lét ekki eftir sér að brúka munn þegar svo bar við. Einhverju sinni er hún var að vinna við uppskipun gerðist það óhapp að hún hrasaði á sleypri bryggjunni og lennti á flöskubrotum með munninn og skarst all mikið.

Þegar þetta óhapp barst í tal við búðarborðið í Vesturbúðinni varð manninum hennar þetta að orði: " Jú, munnurinn á henni Nínu, sá fékk nú heldur betur á kjaftinn"
J
Þennan dag:1966 Þorpið varð ófært vegna fannfergis.

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 155807
Samtals gestir: 18377
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 00:28:02