10.01.2010 21:47

Glettur

Ari í Stöðlakoti á Eyrarbakka hlýddi eitt sinn á, er menn ræddu um kvensemi. Vildi hann leggja orð í belg og segir: "Ja, kvenskur er ég, en kvenskari er þó konan mín" emoticon

Jón Magnússon átti heima í Mundakoti á Eyrarbakka. Bústýra hans hét Guðbjörg Jónsdóttir. Jón sló ekki hendinni á móti áfengi, en Guðbjörgu var mjög á móti skapi, að hann drykki.  Svo var það á páskadagsmorgun, að Jón fékk sér allríflega hressingu og  var hann alldrukkinn orðinn þegar um hádegi. Sló þá í brýnu með þeim Guðbjörgu. Eftir nokkurt hnotabit mælti Jón: "Það er ekki annað eins drægsli á  hnettinum og þú". Guðbjörg svaraði: "Þú útvaldir þér þó þessa faldaeyju".emoticon

Þennan dag:  1967 flæddi inn úr sjógarðshliðum í stórveltubrimi. 2000 Ofsaveður og stórsjór gekk á land. Miklir sjávarskaðar á Stokkseyri og Grindavík.  

Flettingar í dag: 239
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1004
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 498232
Samtals gestir: 48330
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 03:07:43