09.01.2010 23:52

Vandræðabarnið Icesave

Icesave - reikningarnir voru netreikningar sem Landsbankinn stofnaði í Bretlandi og Hollandi. Heildarupphæð innistæðna á reikningunum nam jafnvirði rúmlega 1.200 milljarða króna.

Nú þegar Icesave samningurinn er kominn í hendur almennings til úrskurðar, verður vart undan því vikist að taka þetta vandræðabarn skoðunar og gaumgæfa kosti þess og galla, en einkum þó gallana, því samningurinn inniheldur enga kosti fyrir íslendinga.  Forsögu málsins þekkja allir núlifandi landsmenn og því ástæðulaust að fara nánar út þá dapurlegu sálma.

Samningurinn er óvenjulegur að því leiti að þriðja aðila, þ.e. íslenska ríkinu og þar með íslenskum skattgreiðendum fyrir hönd Tryggingasjóðs innistæðueigenda, gert að ábyrgjast greiðslur fyrir tjón breskra og hollenskra fjármagnseigenda sem áttu innistæður á svokkölluðum Icesave reikningum í þessum löndum þegar einkabankarnir hrundu í fjármálakreppunni haustið 2008, burtséð frá sökudólgum í málinu.

Samningurinn er stórhættulegur fyrir íslendinga m.a. fyrir það að óljóst er hvað fæst fyrir eignir Landsbankanns og hvað íslenska ríkið þarf því að standa straum af.

Fyrir breta og hollendinga er samningurinn gulltryggður og morandi í öryggisákvæðum fyrir þeirra hönd, en engar slíkar eru að finna fyrir íslendinga, nema þá helst 16.gr.

Í samningnum er engin vægðarákvæði gagnvart utanaðkomandi atvikum sem geta haft veruleg áhrif á mögulega gjaldeyrisöflun í framtíðinni og greiðslugetu þjóðarbúsins, svo sem [a] Styrjöld í viðskiptalandi eða á hafsvæðum umhverfis landið. [b] Langvarandi verkföll í helstu viðskiptaríkjum eða hér heima. [c] Stórfeldar nátturuhmfarir í viðskiptalöndum eða á Íslandi. [d] Annað hrun á fjármálamarkaði. [e] Aflabrestur.

Í gr. 16 er það í höndum breta eða hollendinga að fallast á fund þegar breytingar verða á aðstæðum til hins verra og AGS metur að svo sé.

Það mætti halda að það eina sem okkar samningamenn hafi sagt við viðsemjendur okkar væri eitt orð "yes"

Án vægðarákvæða og fundarskildu samningsaðila, væri afar óskynsamlegt að samþykkja þennan nauðasamning. Framtíðin er óskrifað blað og ekki viturlegt að treysta einungis á guð og lukkuna.

Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219619
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 18:41:14