17.10.2009 22:12

Galdrakarlinn Ögmundur

Margrét Teitsdóttir (d.1933) frá Hólmsbæ á Eyrarbakka (Systir Magnúsar hagyrðings á Stokkseyri)  var merk kona og kunni frá mörgu að segja, t.d. hafði Brynjólfur Jónsson frá Minnanúpi skráð söguna um Galdra-Ögmund eftir henni en hún var birt í þjóðsagnaritinu Huld. Galdra-Ögmundur var Sighvatsson og bjó á Loftstöðum í Flóa. Sagan segir að Tyrknest skip hafi komið upp að ströndinni um miðja 17. öld. Flúðu þá allir frá Loftstöðum nema Ögmundur sem þá var kominn nokkuð við aldur og sagði að sér væri sama þótt Tyrkirnir dræpu sig. En þá gerðist það að hvessti af norðan og skip Tyrkjanna hraktist á haf út. Já máttur Galdra-Ögmundar var mikill og ekki væri það ónýtt ef Ögmundur okkar tíma léki það eftir gagnvart óvættum nútímans.emoticon 

Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229599
Samtals gestir: 29878
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 04:31:26