23.09.2008 13:15

Svartur september!

Jóhann er búinn að fá nóg af rigningu.September er búinn að verða ansi blautur, svona rétt eins og í fyrra og lítil von um uppstyttu það sem eftir er mánaðarins. Einhver sagði að rigningin væri góð en víst er nú að þetta er orðið fullmikið af hinu góða. Sunnan rokið að undanförnu hefur auk þess dempt yfir okkur óhemju mikilli sjávarseltu með þeim afleiðingum að haustlitirnir á Bakkanum verða nú svartir þetta árið.emoticon

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2887
Gestir í gær: 206
Samtals flettingar: 229320
Samtals gestir: 29862
Tölur uppfærðar: 14.10.2024 02:44:27