17.10.2006 13:59

Ekið í loftinu!

það er nokkuð undantekningarlaust að stundaður sé kappakstur á Eyrarbakkavegi (frá Þorlákshöfn á Selfoss) í morgunsárið meðal framhaldsskóla unglinga á leið í skólann . Í morgun lá við stórslysi af þessum völdum er þrír "kappakstursbílar" á fljúgandi ferð tóku í senn fram úr bíl gegn umferð á móti. Tveir fremstu "kappakstursbílarnir" komust klakklaust fram úr en þriðji bíllinn lenti í dauðagildru við hlið aftasta bílsinns. það var einungis bílstjóra aftasta bílsinns að þakka að ekki fór illa, sem nauðhemlaði til að opna gat fyrir þriðja kappakstursbílinn. Sá lét sér nú ekki segjast þrátt fyrir að hafa skapað stór hættu í umferðinni og sloppið á ystu nöf. Hélt bara kappakstrinum áfram eins og ekkert hefði í skorist með tilheyrandi framúrkeyrslum.

Flettingar í dag: 305
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 156077
Samtals gestir: 18432
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 12:12:05