13.10.2006 12:29

Hvenær fellur fyrsti snjórinn?

Samkvæmt skráningu bresku veðurfarsíðunar tutiempo.net voru 5 snjókomudagar á Eyrarbakka í oktober 2005 og var fyrsta skráningin þann 7 oktober.(Nýtt Brim skráði fyrsta snjófallið 12.okt 05 skoða og blindhríð þann 28. skoða ) Árið 2004 voru 2 dagar skráðir með snjókomu í lok oktober þann 28. og 31. Árið 2003 var einn dagur skráður með snjókomu, en það var  29.okt.

Árið 1999 leið oktober án snjóa en það ár skráðist fyrsti snjókomudagurinn 1.nóvember. Oktober 1997 var líka án snjókomu en þann 2. nóvember féll fyrsti snjórinn samkv.skráningu vefsíðunnar.

 

Þannig eru mestar líkur á að fyrsti snjórinn falli í kring um mánaðarmótin oktober, nóvember og þá er bara að vera tilbúinn með nagladekkin.

 

Þó eru nokkur líkindi til að þetta árið verði slegið veðurmet í þessum efnum og snjórinn komi mun seinna en en áður þar sem enn hefur ekki fryst á hálendinu að ráði og oft hefur snjóað í fjöll þegar komið er fram á þennan tíma. Á Hveravöllum hefur til að mynda ekki fest snjó sem komið er.

 

Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 755
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 155807
Samtals gestir: 18377
Tölur uppfærðar: 10.6.2023 00:28:02