17.09.2006 23:28

Gordon og Helena

Á þessum degi er Gordon 1. stigs fellibylur suður á Atlandshafi um 930 km vestur af Azoreyjum og er spáð að hann færist hratt vestur á bóginn síðar í vikunni.  

Helena er á þessum degi 2. stigs fellibylur á vesturleið um 1480 km ANA af  N- Leeward Islands.

Árlega berast nokkrir fellibyljir á norðurhveli jarðar inn á norðanvert Atlantshaf og þar geta þeir stuðlað að myndun krappra lægða af þeirri gerð sem myndast í vestanvindabeltinu og fara oft um Ísland. Leifar af fellibyl orsökuðu mikið óveður á Íslandi 24. september 1973 sem kennt var við fellibylin Ellen. Þá varð mikið tjón á Eyrarbakka sem og víðar.

Flettingar í dag: 208
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219698
Samtals gestir: 28926
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 19:45:27