22.05.2006 08:48

Vorhret.

Hélt einhver að sumarið væri komið? Þá er að fara úr stuttbuxunuim og í gamla góða föðurlandið, því kalt verður í veðri framan af vikunni.

Í dag verður hvöss norðanátt, víða átta til þrettán metrar á sekúndu, sums staðar hvassari, einkum austan til. Þá er spáð éljagangi á Norður- og Austurlandi, en úrkomulaust að mestu. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands dregur úr vindi á morgun og á miðvikudag, þótt áfram verði éljagangur fyrir norðan. Seinni hluta vikunnar má búast við hægri vestlægri átt með hlýnandi veðri.

 

Ástæðan fyrir kuldakastinu eru lægðir fyrir austan land sem dæla köldu heimskautalofti inn yfir landið.

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219564
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 17:57:52