Færslur: 2006 Desember

08.12.2006 14:22

Lognið á undan storminum

Út af suðurodda Grænlands  er nú skemmtileg lægð á leiðinni til okkar, hún er nú um 999 mb og fer dýpkvandi.   Tölvuspár  gera ráð fyrir að hún geti farið  undir 940 mb í lægðarmiðju, en mun grynnast þegar hún kemur nær landinu aðfararnótt sunnudags. þannig að blíðviðrinu sem einkennt hefur síðustu daga fer að ljúka í bili.

08.12.2006 11:57

Þá kom stormsveipur á Bakkann.

Það var í fréttum á dögunum að stormsveipur eða skýstrokkur hafi valdið talsverðu tjóni í London. Þetta fyrirbæri er ekki algengt á þessum slóðum en er þó árlegt veðrabrygði einhverstaðar á Bretlandseyjum. Árið 1950 var skýstrokkur 2 mönnum að bana á suður Englandi. Þetta fyrirbæri er þó mun algengara á sléttum norður Ameríku og geta orðið gríðar öflugir og valdið skelfilegu tjóni.

 

Saga sem ég heyrði fyrir magt lögu segir frá skýstrokk, en að vísu ekki ýkja stór, sem kom á Eyrarbakka einhverntíman fyrir miðja síðustu öld. Það var þannig að þrír menn voru staddir í sjógarðshliði við Vesturbúðirnar þegar skýstrokkurinn kom austur með fjörunni og sogaði upp mikið af sandi og var kolsvartur ásýndum. Mennirnir í hliðinu höfðu aldrei séð því líkt áður og töldu sjálfan djöfulinn vera þar á ferð, tveir mannana ákváðu að forða sér í skindingu en þriðji maðurinn sagðist ekki óttast djöfulinn.

 

Þega skýstrokkurinn var kominn á móts við sjógarðshliðið breytti hann skindilega um stefnu og æddi upp um hliðið og tók þar með sér manninn sem þar stóð og lyfti honum upp frá jörðu. Maðurinn snerist þar í ótal hringi í lausu lofti  þá ca. 50 metra sem skýstrokkurinn dró hann áður en fyrirbærið sleppti af honum taki. Maðurinn sem í þessu lenti varð aldrei samur eftir og átti aldrei síðan eftir að mæla nokkurt orð af vörum eftir þessa reynslu.

 

01.12.2006 15:12

Haugabrim

Það var tilkomumikið brimið á Bakkanum eftir storm gærdagsinns.

Albúm

Flettingar í dag: 556
Gestir í dag: 168
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260846
Samtals gestir: 33795
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 19:35:48