Færslur: 2006 Nóvember
11.11.2006 17:25
Lægð 121106!
Í dag var skaplegt veður á Bakkanum en hitinn rétt um frostmark að deginum. Svo er bara að taka á móti næsu lægð með kennitöluna 121106 en hún er þó ekki líkleg til stórræða! En hinsvegar mun fylgja henni norðan garri fram í næstu viku.
10.11.2006 21:04
Kólgubrim
Freyðandi haf í höfninni á Eyrarbakka.
Í kjölfar óveðursinns brast á mikið brim. Mynd frá ölfusárósum í dag.
10.11.2006 08:50
Lægð 09.11.06
Óveðrið gekk yfir landið í nótt og fór minna fyrir veðrinu en ætla mátti af veðurspám þó lægðin væri ansi kröpp. Loftvog komst lægst á Bakkanum um kl.02:00 en þá féll loftvogin niður undir 966.2 mb. Meðalvindur komst hæst í 19.1 m/s kl. 03:00. Vindhviður fóru upp í 27m/s undir morgun
09.11.2006 22:02
Nóvemberstormur!
Eins og sjá má á þessu spákorti dönsku veðurstofunnar verður lægðamiðjan yfir Reykjanesi um miðnætti og mun færast hratt norður. Loftvog er hrað fallandi, komin niður fyrir 990 mb. Spáð er allt að 10-12 metra ölduhæð við suðurströndina á morgun. Ekki er útlit fyrir sjávarflóðum í kjölfar veðursinns þar sem ekki er stórstreymt þessa dagana. Háflóð verður kl 09:00 í fyrramálið og gert er ráð fyrir 3,18 metra sjávarhæð og talsverðu brimi.
Staðan kl.22:00
09.11.2006 12:49
Perfect storm!
Nú ber senn til tíðinda því "súberlægð" er að nálgast landið og má því búast við kolvitlausu veðri um allt land í kvöld og nótt. Veðurstofa Íslands spáir mikilli úrkomu á suðurlandi.
Í kjölfarið munum við fá stormlægðir á færibandi fram í næstu viku eða sem sagt umhleypingar!
08.11.2006 08:53
Allt orðið hvítt!
Í morgun var kominn um 2cm jafnfallinn snjór á Bakkann. Þessi fyrsti snjór vetrarinns er nokkuð seinna á ferðinni en í meðalári. Samkvæmt veðurspám mun þessi snjór stoppa stutt við, því spáð er rigningu með morgundeginum.
07.11.2006 16:40
El Nino að vakna!
Á u.þ.b. 10 ára fresti eiga sér stað miklar loftlagssveiflur undan ströndum Perú sem kallast EL Níno. Ástæður þessara breytinga eru enn þá ekki að fullu þekktar en afleiðingin er að hlýr sjór kemur í stað kalda Perú- eða Humboltsstaumsins (La-Nina). Mikið rignir í eyðimörkum strandlengju Suður Ameríku og þurrkar ríkja á suðurhásléttunum. El Nino fyrirbærið veldur þó veðrabrygðum um allan heim og það gerðist síðast árið 1997-1998. Nú eru allar líkur á að El-Nínó sé að rumska.
Vísindamenn við alþjóða veðurstofuna NOAA búast við að svo verði snemma á næsta ári,en sjórinn undan ströndum Perú hefur verið að hitna frá því í september.
06.11.2006 14:39
Stormasöm helgi.
Talsvert hvassviðri af suðaustan og síðar suðvestan gekk yfir landið um helgina með mikilli úrkomu. Á Eyrarbakka komst vindhraðinn yfir 30 m/s eða 12 vindstig að kvöldi 4 nóvember sem telst vera fárviðri. Loftþrýstingur féll stöðugt allann laugardaginn og var kominn niður fyrir 985 mb seint um kvöldið. Fárviðrið gekk hratt yfir og um miðjan sunnudag var komið skaplegt veður. Stórstreymt var en ekki er mér kunnugt um tjón af völdum veðursinns. Veðrið var einna verst á vestanverðu landinu, einkum á Snæfellsnesi.
- 1
- 2