Færslur: 2006 Janúar
07.01.2006 19:04
Draugasaga
Einn er sá draugur sem Mundakotsdraugur eða Vörðudraugur nefnist. Hann hefur ekki notið sömu frægðar og Móri og því minna þekktur þó skæður hafi verið á sínum tíma.
Í Mundakoti bjó lengi maður að nafni Þorkell Einarsson formaður(1829-1865) og þótti skyggn. (Hann var faðir Guðmundar á Gamla-Hrauni sem er langa langafi Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnafirði.) Það er haft fyrir satt að Þorkell hafi oft séð drauginn. Mundakotsdraugurinn hafði þann háttinn á að draga menn í villur og ófærur, en eins og með aðra drauga átti tilurð Mundakotsdraugsinns uppruna sinn til voflegs atviks sem gerðist á árabilinu 1835-1845
05.01.2006 12:53
Draugauppreisnin
Á miðri vetrarvertíðinni árið1892 gerði mikinn draugagang á Stokkseyri svo jaðraði við stríðsástand í þorpinu. Stokkseyringar leituðu liðsinnis Eyjólfs barnakennara Magnússonar til að kveða niður þessa draugabyltingu.
Eins og vonlegt var, voru margar getur leiddar um það, hver þremillinn það væri, sem olli þessum reimleikum. Sumir ætluðu það ófreskju nokkra, er "mundi af sjó komið hafa". Nokkrir "töldu það vafalaust sendingu vestan úr Mosfellssveit", er átti að hafa verið send þaðan til þess að klekkja á einhverjum, en hefði villst. Enn aðrir "héldu því fram, að þetta mundi vera draugur sá, sem Stokkseyrar-Dísa hafði komið fyrir með kunnáttu sinni í hól nokkrum við bæ þann, er Sjóbúðin stóð hjá, og hafði hún haft þau ummæli, að draugsi mundi ekki hreyfa sig, ef hólnum væri ekki raskað. En nú þóttust menn vita það með vissu, að nokkrir steinar hefðu verið hreyfðir og hafðir í hesthúsvegg og þar með hafi losnað um draugsa og hann farið á kreik á ný.
Eyjólfur kvað niður drauginn með þessari vísu.
- Eg þér stefni að allra vil
- aldjeflis í treyju
- um níu ára næsta bil
- norður Drangs í eyju.
- aldjeflis í treyju
Ekki ábyrgðist Eyjólfur þeim frestinn lengri.
- 1
- 2