04.04.2011 23:12

Undirbúningur fyrir kartöflugarðinn

Margir hafa gaman að því að rækta sínar egin kartöflur, eða hafa hug á að koma sér upp smá garðhorni í þeim tilgangi.

 Fyrsta skrefið við kartöfluræktina er að láta útsæðið forspýra til að flýta fyrir grasvextinum. Þá er kartöflunum raðað þétt í öskjur, eða kassa.  Ágætt er að byrja forspýringuna í mars eða byrjun apríl, en fyrst þarf að "verma upp"  þ.e. hafa  þær við stofuhita í eina viku, en síðan láta þær spíra við 10-12°C, svo þær verði ekki fyrir áfalli þeggar þær koma í kalda jörðina. Við forspýringu þarf að vera hæfileg birta eða ljós svo spýrurnar sitji fastar á útsæðinu, því annars geta spýrurnar brotnað auðveldlega af við síðari meðhöndlun.  Gæta skal þess að útsæðið ofþorni ekki, en ef rakastig er ekki nægjanlegt má úða á þær dálitlu vatni.  Útsæðið má þó ekki blotna um of.

Garðinn þarf að plægja,  svo jarðvegurinn verði hæfilega laus í sér. (Gott ráð er að hvíla kartöflugarðinn þriðja hvert ár til að losna við ýmsa kartöflusjúkdóma) Sé jarðvegur of súr er hætta á kláða og því gott ráð að bera á kalk u.þ.b.  fjórða hvert ár. Garðurinn er tilbúinn til sáningar þegar jarðvegshiti  á 10 cm dýpi er kominn í 7°C yfir hádaginn, eða þegar farið er að örla á arfagróðri. (í kulda og vætutíð að vori er gott ráð að plasta yfir garðinn fyrst um sinn)

Hvort sem plantað er í beð eða raðir er hæfilegt millibil á milli hnýða 20-30 cm og 4-5 cm undir jarvegsyfirborði. Hæfilegt bil milli raða eru 50 til 60 cm. Best er að bera  áburð strax eftir plægingu og svo ekki fyrr en grös fara að koma upp. Hænsnaskítur og molta er t.d. ágætur áburður fyrir kartöflur.

Nauðsynlegt er að halda garðinum hreinum fyrir illgresi og arfa, en fara þarf varlega við reitingu svo kartöflugrösin skaðist ekki. Ef þér finnst jarðvegurinn vera þurr þegar fingri er stungið niður, þá er tímabært að vökva garðinn.

Eftir uppskeru þurfa kartöflurnar að þorna hæfilega svo þær mygli ekki.  Kartöflur geymast best á þurrum og dimmum stað við 3-4 °C. Þær meiga ekki frjósa eða vera of lengi í sólarljósi.

 

Flettingar í dag: 129
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 219619
Samtals gestir: 28925
Tölur uppfærðar: 3.10.2024 18:41:14