13.11.2010 01:39

Við hafið

Maríus ÓlafssonMaríus Ólafsson söðlasmiðs, fæddist á Eyrarbakka. Hann var verslunarmaður í Reykjavík og ágætt vísnaskáld. Maríus Ólafsson gekk til liðs við templara með því að gerast félagi í stúkunni Einingunni 1944.Eftirfarandi vísur samdi hann um sína heimaslóð og eflaust geta margir tekið undir.

"Við hafið ég átti í æsku
minn æfintýraheim,
og síðan er sál mín alltaf
sameinuð töfrum þeim."

Svo er það vísa Maríusar um brimið:

Við hafið er hugur vor bundinn.

Við heyrum í þögninni sjávarins nið.

Við horfum á brimið, er brýtur við sundin,

og brotsjói ólgandi verja þau hlið.

Er bátarnir grípa hin geigvænu lög,

vér greipar kreppum við áranna slög.


Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka
 Þá samdi Maríus kvæði í tilefni

Jónsmessuhátíðar Eyrbekkinga
 

Hve fagnandi opnum við æskunnar dyr,

í angandi hásumar gliti,

er draumurinn rætist, sem dreymdi okkur fyr,

í daglegum önnum og striti;

að hlusta á niðinn, sem hafaldan ber,

og hittast að nýju á ströndinni hér.

 

Að heilsa ykkur vinir, sem haldið hér vörð,

og hopuðu aldrei úr spori,

og önnuðust hér vora elskuðu jörð,

sem upp rís á sérhverju vori.

Þið sandinum hafið í sáðlendur breytt,

og sigrandi vonunum leiðina greitt.

 

Og félag vort þráir að leggja ykkur lið,

og leiðina á milli okkar brúa.

Þótt veröldin skjálfi í vopnanna klið,

að vináttu skulum við hlúa,

og takast í hendur og treysta þau bönd,

sem tvinnaði æskan á þessari strönd.

 

(Kvæði þetta var sungið á skemmtun, sem Eyrbekkingafélagið

hélt á Eyrarbakka 26. og 27. júní 1943).

Maríus Ólafsson
Flettingar í dag: 1780
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 262070
Samtals gestir: 33882
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:42:12