19.07.2010 22:31

Híf og hoy!


Þetta hús sem híft var af stalli í dag og flutt burt, þjónaði síðast sem heilsugæslustöð á Eyrarbakka. Áður var það trésmíðaverkstæði Guðmundar Einarssonar smiðs, en hann byggði húsið einhverntíman á áttunda áratug síðustu aldar. Á þessari lóð stóð eitt sinn lítill bær sem hét Vegamót. Þar bjuggu Þórarinn Jónsson (f.6.3.1853) og kona hans Rannveig Sigurðardóttir (. f.10.júlí1859), en þau voru langafi og langamma undirritaðs og bjuggu áður að Grímsstöðum sem stóð rétt sunnan við bæinn Ós á Eyrarbakka.


Vegamót var upphaflega Þurrabúð, torfbær með tveim hálfþilum og einu hálfþili og taldi tvö herbergi.Veggir hlaðnir grjóti en rekaviður notaður í sperrur og klæðningu,Þak og veggir klæddir torfi. Lítill gluggi á suðurstafni.Gólfið var moldargólf og rúmstokkur með vegg. Eina mublan var trékista til að geima í föt og aðra muni. Eldað var við hlóðir eða eldstó og var það eini hitagjafinn. Hvorki var rennandi vatn né hreinlætisaðstaða innan dyra. Við þesskonar aðstæður bjó fjöldi fólks á Eyrarbakka um aldamótin 1900.

 Seinna byggir Þórarin bæ á tóftinni klæddan bárujárni og einangraðan með reiðingi eins og farið var að tíðkast um 1920.    Vegamót stóðu sem áður segir á þessum stað fyrir austan Skjaldbreið við hlið Ásheima en alveg framm í götu og var bærinn rifinn 29.ágúst 1983.

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06