Flokkur: Fréttir

26.02.2009 18:00

Mundakot mulið undir tönn

Mið Mundakot

Mundakot undir tönn
Mið-Mundakot er þriðja skjálftahúsið sem hefur orðið vinnuvélum að bráð. Húsið er holsteinshús, en hús sem þannig eru byggð þola síður öfluga jarðskjálfta en timbur og steinhús.

22.02.2009 18:30

Árborg vill selja lönd.

Hraunsfjara
Bæjarstjórn Árborgar hyggst selja landspildur í eigu sveitarfélagsins. Um er að ræða Borg og Stóra- Hraun sem eru fornar jarðir í Eyrarbakkahreppi. Stóra-Hraun var til forna prestsetur og höfuðból. Síðustu ábúendur á Borg voru Ársæll þórðarson og bróðir hans Karl Þórðarson. Íbúðarhúsið að Borg var rifið fyrir nokkrum árum og var það vilji margra að þar yrði reistur sameiginlegur barnaskóli fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri.

08.02.2009 14:54

Vesturbúð opnar.

Bakkabúð opnar á ný.Bakkabúðin hefur nú opnað undir nafninu Vesturbúð en undir því gælunafni gekk ein stæðsta verslun landsins á Eyrarbakka á sínum tíma. Eingin verslun hefur verið á þessum forna verslunarstað síðan Merkisteinn hætti rekstri í október á síðasta ári og er því þetta framtak kærkomið fyrir íbúa þorpsins. Það eru þeir Agnar og Finnur Kristjáns sem hafa reksturinn með höndum.

03.02.2009 13:13

Athyglisverð nýsköpun í Hraungerði.

Mynd: Af blogsíðu GuðmundarFeðgarnir Guðmundur Stefánsson og Jón Tryggvi Guðmundsson frá Hraungerði í Flóa standa í athyglisverðri nýsköpun í orkubúskap um þessar mundir. Það kom fram í sjónvarpsfréttum í gær að þeir feðgar framleiða metangas úr kúamykju og þykir mörgum athyglisvert að eitt kúabú geti framleitt eldsneyti fyrir 200 bíla. Búið getur verið sjálfu sér nægt um eldsneyti sem ætti að koma sér vel á þessum kreppu tímum.

Sjá nánar um gasstöðina heimasíðu Guðmundar.

11.01.2009 20:49

Lundur horfinn

Lundur
Húsið Lundur hefur nú verið rifinn og er það annað húsið á Eyrarbakka sen hefur orðið vinnuvélum að bráð eftir Suðurlandsskjálftanna á síðata ári, en Ásgarður var rifin í vetrarbyrjun. Þá er þegar búið að dæma Kaldbak til sömu örlaga.

21.11.2008 17:48

Lundur verður rifinn

Lundur
Skipulags og bygginganefnd Árborgar hefur samþykkt umsókn um niðurrif fasteignarinnar Lunds á Eyrarbakka. Lundur er eitt þeirra húsa sem urðu fyrir skakkaföllum í Suðurlandsskjálftunum. Húsið er dæmigert holsteinshús frá því um og eftir miðja 20 öld.

18.11.2008 22:39

Gallerí Regína með heimasíðu.

Gallerí RegínuÞað er vert að benda á að Gallerí Regína er komið með heimasíðu og nú þegar jólin fara að nálgast er upplagt að líta þar við, enda fátt sem gleður meira en gott hanverk. emoticon
Galleri Regína

10.11.2008 22:43

Ásgarður á Eyrarbakka rifið

Ásgarður
Ásgarður fellur fyrir öflugri vinnuvél, en það skemdist mikið í suðurlandsskjálftunum 2008.

25.10.2008 22:12

Fyrsti vetrardagur


Barnaskólinn á Eyrarbakka á afmæli í dag en hann var stofnaður 25 oktober 1852 og er því orðinn 156 ára. Skólahúsið var byggt fyrir samskotafé almennings í héraðinu. Forgöngu fyrir þessari skólastofnun höfðu þeir sr. Páll Ingimundarson í Gaulverjabæ, Guðmundur Thorgrímsson verslunarstjóri á Eyrarbakka og Þorleifur Kolbeinsson á Háeyri sem þá var hreppstjóri Stokkseyrarhrepps. Fyrsta
skólahúsið var reist að Háeyri, timburhús sem rúmaði 30 nemendur auk kennarastofu. Síðar var skólinn í því húsi sem jafnan er kennt við Gistihúsið og því næst þar sem hann er nú.

 Árið 1866 gengu 12 börn í skóla en árið eftir urðu þau 16 (11 drengir og 5 stúlkur) Það sem var fremur til að efla áhuga stúlkna á skólagöngu var ókeypis tilsögn í hannyrðum og söng sem dætur Guðmundar Thorgrímsens verslunarstjóra veittu. Þá kendi P.Nielsen að auki piltum leikfimi. Þegar ný löggjöf um menntun unglinga leit dagsins ljós um 1880 þá fjölgaði nemendum barnaskólanna á Eyrarbakka og Stokkseyri umtalsvert. Þá var að auki haldinn  sunnudagaskóli fyrir fullorðna þar sem kend var danska, reikningur, íslensk réttritun og söngur. Árið 1881 stunduðu 60 fullorðnir nám í sunnudagaskólanum.

þetta var mikið framfaraskref fyrir Suðurland á þessum árum sem gerði ungri kynslóð betur í stakk búna að takast á við nýja tíma. Enn á ný stöndum við frammi fyrir nýjum og breyttum tímum og enn gildir að búa sér vel í stakk með góðri menntun. Vonandi munum við áfram hlúa vel að framtíð unga fólksins og halda áætlun um byggingu nýs skóla á Eyrarbakka.

 

21.10.2008 22:29

Bleik þau lýsa um grund

Blysför að kríunniÍ dag eru 100 ár liðin frá fæðingu Sgurjóns Ólafssonar, myndhöggvara frá Eyrarbakka. Af því tilefni heiðruðu nemendur og kennarar í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri minningu listamannsins með 100 kyndla blysför frá Eyrabakkaskóla að listaverki Sigurjóns, Kríunni, sem stendur í Hraunprýði austan við Litla-Hraun.
 
Alþýðusamband Íslands reisti verkið í ársbyrjun 1981 til heiðurs Ragnari Jónssyni í Smára sem þakklætisvott fyrir listaverkagjöf hans til ASÍ. Ragnar Jónsson var frá Mundakoti á Eyrarbakka.

18.10.2008 15:54

sr. Sveinn kemur á Bakkann.

Séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur á Tálknafirði, tekur við stöðu sóknarprests á Eyrarbakka. Var Sveinn valinn úr hópi níu umsækjenda. Sveinn Valgeirsson er fæddur 1966 í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1986, og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1995.


Nánar á www.eyrarbakki.is

Hér er svo bloggsíða sr.Sveins.emoticon

18.10.2008 15:36

Verzlunin Merkisteinn

 Verslunin MerkisteinnNýjir rekstraraðilar tóku við versluninni Merkisteini á Eyrarbakka í dag. Vöruúrval hefur verið aukið nokkuð frá því sem verið hefur og er nú alveg örugglega nóg til með kaffinu. Það er því óhætt að segja að engin kreppa sé á Bakkanum.

Brimið á Bakkanum óskar nýjum eigndum góðs gengis á komandi tímum.emoticon

16.10.2008 12:39

Leirbrennsla

Listakonur brenna leir í Byrgjunum
Handverkskonurnar láta engan bilbug á sér finna og brenndu leirinn í blíðviðrinu í gær. Þær framleiða hér ýmiskonar vasa, potta og platta af mikilli list. Hver veit nema að einhverntímann í framtiðinni verði leirmunir frá Eyrarbakka að mikilvægri útfluttningsvöru fyrir land og þjóð.

15.10.2008 21:59

Dittað að kirkju

Málað af miklum móð.
Málararnir ditta að kirkjugluggum og fá blessun fyrir enda styttist óðum í að nýr sóknarprestur taki til starfa.
Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06