Flokkur: Spaug
31.03.2006 12:54
Aldrei rífast við konu sem les!
Hjón í sumarfríi fóru í bústað við Þingvallavatn. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig.
Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið.
Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum. "Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr hann. "Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!). "Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn. "Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún. "Já" svarar hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund.
Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta". "Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún þá. "En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða. "Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund". "Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.
Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !!
28.03.2006 16:45
Var Sólvangsdraugurinn Írafels-Móri?
Margir munu hafa heyrt þess getið, að Írafells-Móri hafði áður um langa hríð amað mörgum mönnum og gert af sér ýmislegt illt, enda hafa menn það fyrir satt, að hann muni hafa verið valdur að þeim óhöppum, sem honum voru kennd. Var það ætíð til einhvers ills, er Móri kom fram, og fannst það á, að hann tók engan þátt í menntuninni eða þeim framförum, sem hvarvetna eru í lífinu, þótt víða séu lítil og ómerkileg
Kort hét maður og var Þorvarðarson, bróðir séra Odds á Reynivöllum (1786-1804); hann var nefndarmaður og gildur bóndi; hann bjó lengst á Möðruvöllum í Kjós, en fluttist síðast að Flekkudal og dó þar 1821. Kort var tvíkvæntur; hét fyrri kona hans Ingibjörg, en hin síðari Þórdís Jónsdóttir.
Ingibjörg var ættuð að norðan. Margir höfðu orðið til að biðja hennar áður en Kort, en hún synjaði öllum. Fyrri biðlarnir þóttust því sárt leiknir, er Kort fékk hennar, enn þótt hann væri þeim flestum fremri um marga hluti. Þeim svall svo þetta um hjarta, að þeir keyptu af galdramanni nyrðra að senda Kort og konu hans sendingu.
Galdramaður valdi til þess drenghnokka einn, er sagan segir, að hafi orðið úti milli bæja; en galdramaðurinn vakti hann upp volgan eða ekki með öllu dauðan og sendi hann þeim Kort á Möðruvöllum og mælti svo um, að draugurinn skyldi fylgja þeim hjónum og niðjum þeirra í níunda lið og vinna þeim margt til meins.
Þeir menn, sem hafa séð Móra, og þeir eru ekki fáir, hafa lýst honum svo, að hann sé í grárri brók að neðan og mórauðri úlpu fyrir bolfat, með svartan hatt barðastóran á hausnum, og er skarð eða geil stór inn í barðið upp undan vinstra auga. Af úlpunni dregur hann nafn, og því er hann Móri kallaður. Ummæli galdramannsins þykja hafa rætst helst of vel, því þegar Móri kom suður, lagðist hann að á Möðruvöllum, sem ætlað var, og gjörði þeim hjónum margar skráveifur með ýmsu móti, bæði í fénaðardrápi og matskemmdum. En engin eru dæmi til þess, að Móri hafi beinlínis drepið menn, hvorki fyrr né síðar.
Á meðan Haldór Blöndal var landbúnaðarráðherra var draugur þessi fyrirferðamikill í landbúnaðarráðuneytinu enda fylginautur Halldórs sem er af þeirri ætt sem draugur þessi hefur jafnan fylgt í hvívetna. Þegar Guðni Ágústsson tekur við landbúnaðarráðuneitinu verður draugsa það á að fylgja Guðna um stundarsakir. En Guðni er snjall enda á hann ættir að rekja til Eyrarbakka.Um síðir tókst Guðna að spyrða draugsa við nýjan búvörusamning og senda hann þannig á flakk um sunnlenskar sveitir.
Sólvangsdraugur!
20.01.2006 09:58
Verkstjóri, vélamaður, smiður og andi
Verkstjóri, vélamaður og smiður voru sendir í virkjunarvinnu fyrir austan um tveggja vikna skeið til að létta undir og flýta fyrir ákveðnum verkþætti. Í hádegsmat á miðvikudegi ákveða þeir að labba upp á Kárahnjúk sér til dægrastyttingar. Þegar þeir eru komnir hálfa leiðina upp, rekast þeir á lampa. Vélamaðurinn, sem nýlega hafði horft á Aladín og konungur þjófanna, nuddar lampann og sjá - andi birtist. "Venjulega veiti ég þrjár óskir, en þar sem þið eruð þrír fáið þið eina ósk hver" segir andinn. Smiðurinn var fyrstur og segir: "Ég vil eyða afgangi æfinnar í stóru húsi á Selfossi, með engar peningaáhyggjur og umkringdur fallegum konum sem dýrka mig og dá". Andinn uppfyllti óskina og smiðurinn hvarf með hvelli. "Ég vil eyða æfinni á snekkju við Stokkseyri, með engar peningaáhyggjur og umkrindur fallegum konum sem dýrka mig og dá" segir vélamaðurinn. Andinn sömuleiðis uppfyllir hans ósk og eins og vélamaðurinn hverfur hann með hvelli. "Og hvað villt þú" spyr andinn verkstjórann. "Ég vil að þeir verði báðir komnir aftur til vinnu ekki seinna en klukkan eitt", segir verkstjórinn.
frá:http://www.vh.is/