Flokkur: Umhverfi
13.10.2005 14:11
Fuglaflensa
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins lýsa fuglaflensuna alheimsógn!
Talsmaður Evrópusambandsins greindi frá því í dag 19.okt að grunur leiki á að fuglaflensan hafi greinst í fuglum í Makedóníu, og að hún væri þar með að breiðast víðar um Evrópu. (mbl) m.a. hefur fuglaflensa greinst í Grikklandi Tyrklandi Rúmeníu og Rússlandi.
Aðeins eru til lyfjabirgðir á inflúensulyfjum fyrir um þriðjung Íslensku þjóðarinnar ef ske kynni að fuglaflensan yrði að faraldri á Íslandi ! Athyglisvert finnst ykkur það ekki ? Norðmenn og Svíar ætla að framleiða bóluefni fyrir alla sína landsmenn og sama má segja um Frakka og Þjóðverja.
Hver skyldi vera þessi þriðjungur Íslensku þjóðarinnar sem yrði svo lánsamur að fá bóluefni?
06.10.2005 08:32
Stan
Hitabeltisstormurinn Stan gerði mikinn usla í Suðurameríku og Mexicó og liggja meira en 135 manns í valnum eftir storminn sem náði um tíma að verða 1.stigs fellibylur.
Munu Íslensk stjórnvöld bjóða fram aðstoð sína til hjálpar þessum fátæku þjóðum?
05.10.2005 14:26
Baðormar
Í ágúst 2003 tóku gestir í Landmannalaugum að kvarta um sundmannakláða eftir baðferðir í heitum læk á svæðinu, svonefndum Laugalæk. Rannsóknir í lok mánaðarins gáfu til kynna að sundlirfur bæði nasa- og iðrablóðagða væru að herja þar á baðgesti. Svipað gerðist árið eftir.
Lítið er vitað um afdrif og möguleg sjúkdómsáhrif lirfanna í þeim tilvikum sem ekki næst að hefta frekari för þeirra strax í húðinni. Tilraunir á músum hafa þó sýnt að lirfurnar þroskast óeðlilega og drepast eftir nokkra daga eða vikur en hafa þá þegar náð að flakka eitthvað um líkamann!
Maður fær nú bara hroll!
27.09.2005 21:52
Fellibylslægðir.
Í rúm 100 ár er kunnugt um nokkrar lægðir sem átt hafa upphaf sitt í fellibyljum hitabeltisins og valdið miklum skaða hérlendis. Eflaust muna margir enn eftir fárviðrinu 24.september 1973 sem olli gríðarlegu tjóni víða um land. Mjög mikil úrkoma fylgir lægðum af þessu tægi. Í einu slíku veðri sem gekk yfir landið 12.september árið 1906 mældist úrkoma í Reykjavík 47.2mm sem var nánast met.
Í veðrinu árið1906 var mikið eignatjón á Eyrarbakka og Stokkseyri eins og jafnan varð í fárviðrum af þessari gerð, en þá brotnuðu 13 skip á Eyrarbakka og 17 á Stokkseyri. Þök fuku af húsum og bændur misstu hey út í veður og vind.
Heimild Veðrið 1978.
26.09.2005 08:34
Norðan garri!
Djúp lægð suður af landinu veldur norðanátt með slyddu eða snjókomu!
September 2005 kaldastur frá því mælingar hófust.
Hvernig myndast fellibyljir? Vísindavefurinn
24.09.2005 11:48
Ríta gengur á Land
Ríta ríður nú yfir iðnaðarsvæði norðan við Huston á landamærum Teasxas og Louisiana af fullu afli, Vindhraðinn er nú tæpir 200 km./klst og búist er við 5m hárri flóðbylgju í kjölfarið.
20.09.2005 10:21
Rita
Rita fetar í spor Katarínu og hrellir Flóritabúa! Rita er nú orðinn 2.stigs fellibylur og vindhraðinn er kominn upp í 160 km.klst.
16.09.2005 14:16
Fellibylir öflugri.
Með hlýnandi veðurfari í heiminum verða fellibylir tíðari og öflugari en áður hefur þekkst er haft eftir Amerískum veðurfræðingum. Það er ekki bara andrúmsloftið sem er að hitna, heldur eru höfin að hitna líka og þessir þættir eru samverkandi í myndun fellibylja.
Af því má leiða líkum að leifar fellibylja verði tíðari á N Atlantshafi með tilheyrandi óveðrum á norðurslóðum í komandi framtíð.
13.09.2005 00:29
María
Leifarnar af fellibilnum Maríu siglir nú austur með landinu,en lítið púður er orðið í kerlu og ólíklegt að nokkurt tjón hljótist af. En líklega má segja að hún hafi slitið sumrinu.
Alls hafa nú 506 manns látist af völdum fellibylsins Katrínar sem skók New orleans og Mississippi í síðustu viku og svo er ekki að vita hvað verður úr fellibylnum Opelíu sem stefnir nú að austurströnd Bandaríkjanna.