Flokkur: Umhverfi
06.04.2006 16:26
Þetta helst!
Fljúgandi flensa!
Þá er hin hættulega fuglaflensa kominn til Skotlands en þrír svanir sem fundust dauðir í Fife og Glasgow reyndust vera með fuglaflensu ,sem sé hinn banvæna H5N1. Það er þá líklega bara dagaspusmál hvenar fuglaflensan berst til Íslands, ef hún er ekki þá þegar komin? Veiran smitast auðveldlega á milli fugla og getur borist í menn um munn nef og augu og er í flestum tilfellum banvæn!
Svo það er best fyrir ykkur sem haldið dúfur, páfagauka eða hænur að loka kvikindin inni strax í dag! En allt um fuglaflensu HÉR
Námslok!
Las það í fréttum að búð sé að loka námuni í bæjarfjalli Árborgar og Ölfusinga Ingólfsfjalli J í bili að minnsta kosti. Mat á umhverfisáhrifum Vonadi verður fjallsbrúninni hlíft til frabúðar.
Turnarnir falla!
Það var líka í fréttum að hætt sé við tvíburaturnanna sem reisa átti í Miðjunni á Selfossi. J sem sagt áfram Árborg og engar skýjaborgir! Í skreppiferð til Reykjavíkur frétti ég að Árborg er að auglýsa fyrir þeim höfuðborgarbúum atvinnulóðir til umsónar í Árborg. Velti fyrir mér hve margar af þeim væru á Eyrarbakka? Líklega engin! www.arborg.is
03.03.2006 15:00
Fuglaflensa
Fréttir hafa borist af því að dauðar álftir hafi fundist á Suðurlandi og það hafi valdið fólki áhyggjum. Álftir eru nú komnar í fjöruna og á Tjörnina á Eyrarbakka, en þær virðast frískar vel.
Fuglaflensa er ekki ný af nálinni. Hún hefur áður riðið um jarðir og fellt miljónir fugla og miljónir manna!
1889-90 - Asíuflensan: allt að 1 af hverjum 1000 lést af völdum flensunnar sem var H2N2 afbrigði.
1900 - Ítalska flensan: H3N8.
1918-20 - Spænska veikin: 500 milljónir veiktust og 40 milljónir létust af H1N1 afbrigði flensunnar, þar af 484 Íslendingar.
1957-58 - Asíuflensan: 1-1,5 milljónir manna létust af H2N2 afbrigði flensunnar.
1968-69 - Hong Kong veikin: 300.000 til 1 milljón manna létust af völdum H3N2 afbrigði veirunnar.
Árið 2004 tókst vísindamönnum að finna veirustofninn sem olli spænsku veikinni með því að rannsaka sýni úr jarðneskum leifum konu sem varðveist höfðu í Alaska og úr sýnum sem tekin höfðu verið úr bandarískum hermönnum sem létust í fyrri heimsstyrjöld. Niðurstaðan var sú að próteinsameind spænsku veikinnar, sem talið er að upphaflega hafi verið fuglaflensuveira, hafði stökkbreyst og orðið að inflúensuveiru sem barst í menn. Með rannsókn á sýnunum tókst að búa til bóluefni gegn flensunni.
Sé mið tekið af því að spænska veikin geisaði á árunum 1918 til 1920 er ljóst að þróun bóluefnis og framleiðsla á því tekur afar langan tíma og getur verið erfitt að bregðast við ef H5N1 afbrigði fuglaflensuveirunnar stökkbreytist og berst á milli manna með þeim afleiðingum að hún verði að skæðum inflúensufaraldri.
22.02.2006 08:00
Jöklar bráðna.
Jöklar Grænlands bráðna mun hraðar en vísindamenn bjuggust við. Tveir stærstu skriðjöklar á Austur-Grænlandi hafa tvöfaldað skriðhraða sinn á síðustu tveimur árum og skríða nú fram um fjórtán kílómetra á ári, samkvæmt nýlegri enskri rannsókn.
Ísmagnið sem streymir út í sjóinn við Grænland hefur meira en tvöfaldast á tíu árum vegna þess að jöklarnir skríða hraðar fram í sjó. Meginástæðan er hlýnandi veðurfar að mati vísindamanna sem óttast að bráðnun jökla samfara hækkun sjávarmáls verði enn hraðari en spáð hefur verið. Jökulbreiðan á Grænlandi er alls um ein komma sjö milljónir ferkílómetra og allt að þriggja kílómetra þykk. Ef allur sá jökull bráðnar má gera ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um sjö metra alls staðar í heiminum.
Samkvæmt því yrði sjávarborð á Árborgarsvæðinu sennilega upp við Ölfusárbrú og Flóinn fengi nafn með rentu!
16.02.2006 09:54
Fuglaflensan breiðist út!
Um 142 milljónir manna gætu dáið úr fuglaflensu í heiminum ef að hún mun breytast í alvarlegan inflúensufaraldur, en þetta kemur fram í nýrri rannsókn á mögulegum afleiðingum flensunnar. Flensan hefur nú borist til 11 evrópulanda. Yfir 200 dauðir svanir sem fundust í danmörku eru nú til ransóknar. Talið er að fuglarnir hafi smitast af H5N1 veirunni sem getur smitast í menn.
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að veita aðeins 56 milljón króna aukafjárveitingu til þessa málaflokks. En til að mynda þarf minnst 700 miljónir kr. til að geta hafið framleiðslu á bóluefni hér á landi en yfirvöld hafa ákveðið að gera það ekki.
Lauri Oinonen fulltrúi Finna í Norðurlandaráði hefur lagt fram fulltrúatillögu um að ríkisstjórnir Norðurlandanna grípi til nýrra aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu H5N1 fuglaflensunnar. Á fundi þann 16. desember ræddu heilbrigðisráðherrar Norðurlanda um að setja á stofn sameiginlega norræna verksmiðju til að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu.
Sjá: http://www.doktor.is/themaflokkar/fuglaflensa/fuglaflensa.asp
http://www3.heilbrigdisraduneyti.is/media/frettir/SHN_4_2005.pdf
31.01.2006 00:00
Gróðurhúsaloft!
Talið er að söfnun gróðurhúsalofttegunda geti haft mun alvarlegri afleiðingar en áður var talið, en þetta kemur fram í viðamikilli vísindaúttekt. Skýrslan, sem breska ríkisstjórnin stendur á bak við, segir að aðeins lítill hluti af þeim gróðurhúsalofttegundum sem hleypt er út í andrúmsloftið sé haldið fyrir neðan hættumörk. Varað er við því íshella Grænlandsjökuls muni líklega bráðna og mun það leiða til þess að yfirborð sjávar muni hækka um sjö metra á næstu 1.000 árum.
26.01.2006 08:45
OGLE-2005-BLG-390Lb
Stjörnufræðingar hafa fundið minnstu plánetuna sem líkist Jörðinni sem er fyrir utan okkar sólkerfi. Massi nýju plánetunnar er fimm sinnum meiri en Jarðarinnar og hún er í um 25.000 ljósára fjarlægð frá okkur, nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Plánetan gengur undir nafninu OGLE-2005-BLG-390Lb. Það tekur hana um 10 ár að fara um sporbraug móðurstjörnunnar, sem er rauður dvergur líkt Sólin en minni og kaldari vegna þess að svokallaðir Rauðir Dvergar eru útbrunnar sólir. Hitastigið á Plánetunni er mínus 220°C
Hubble síðan Sjá einig "Til ystu marka-mbl.is¨" SkoðaPluto Stjörnuskoðunarvefurinn
24.11.2005 20:14
Delta 25.Hitabeltisstormurinn
Hitabeltisstormurinn Delta, sem myndaðist í gær á Atlantshafinu, er 25. stormurinn sem nær þeim styrk að hann hljóti nafn á fellibyljatíðinni á þessu ári. Delta kann að ná fellibylsstyrk, en samkvæmt veðurspám er ekki hætta á að hann komi nærri landi. Aldrei fyrr hafa svo margir hitabeltisstormar myndast á fellibyljatíðinni, sem stendur frá 1. júní til nóvemberloka. Af 25 stormum hafa 13 náð fellibylsstyrk.
07.11.2005 15:46
Mannskæður Skýstrokkur
22 íbúar í Indianafylki í Bandaríkjunum fórust þegar hvirvilbylur gekk yfir fylkið um helgina. Hvirvilbylurinn kom fyrirvaralaust á meðan íbúarnir voru í fasta svefni og olli gríðarlegri eiðileggingu. Skýstrokkurinn eyddi hjólhýsabyggð í Evansville. Eignatjón er gífurlegt. 21.000 heimili eru rafmagnslaus.
Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þvermál, en ferðast hæglega á annað hundrað kílómetra á 1-2 klukkustundum. Vindhraði í hvirfilbyljum getur farið yfir 100 m/s og er eyðilegging í samræmi við það.
30.10.2005 15:08
Besta veðrið á Bakkanum!
Brim-bloggið mun vera ein af fyrstu veðurbloggsíðum hérlendis.
25.10.2005 08:32
Íslandsferð Wilmu?
Er Ofurstormurinn Wilma á leið til Íslands?
Wilma er nú á fljúgandi ferð með 83 km/klst ferðahraða norður á bóginn sem 1.stigs fellibylur!
24.10.2005 08:40
Wilma á Flórida!
Wilma er nú kominn yfir Flórida og er aftur 3.stigs fellibylur!
Wilma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Bylurinn er orðinn að þriðja stigs fellibyl sem getur valdið mikilli eyðileggingu en meðalvindhraði er um 51 metri á sekúndu
Varað er við flóðbylgjum sem geta náð yfir fimm metra á hæð , þar sem áætlað er að Wilma muni koma á land við strandlengju Flórída
Gert er ráð fyrir að Wilma haldi síðan norður með austurströnd Ameríku og gæti verið komin til Íslands um næstu helgi sem rigningarstormur!
Hugsanlegt að Wilma og Alpha sameinist á Atlantshafi!
23.10.2005 11:00
Alpha!
Nýr stormur hefur myndast á Karíbahafi og er nr.22 Stormurinn hefur fengið nafnið Alpha.
Þetta er enn eitt metið,því aldrei hafa jafn margir hitabeltisstormar myndast á einu ári.
17.10.2005 14:10
Wilma!
Wilma er nú 2. stigs fellibylur sem stefnir á Flórida.
Tollur 24!
Wilma hefur slegið nýtt rigningarmet!
Strandbærinn Cancun í Mexíkó er umflotinn vatni vegna fellibylsins Wilmu, sem fer yfir Júkatanskaga þessa stundina.
Wilma fer yfir Yugatan.
_______________________________________________________
Wilma náði að vera 5 stigs fellibylur með vindhraða 280 km/klst og 882 millib og þar með mesti fellibylur allra tima!.
Wilma er 12 fellibilurinn á árinu
Aðeins einu sinni hafa svo margir byljir myndast, það var 1969. Wilma er auk þess 21.hitabeltisstormurinn í ár sem er met í fjölda storma sem fengið hafa nafn.
Fylgist með ferðum Wilmu!