11.04.2023 22:29

Síðasti grásleppukarlinn

Fyrr á tíð lögðu nokkrir Bakkamenn grásleppunet til skamms tíma austur í Hraunslónum. Sá sem lengst hélt sig við þessar veiðar var Jón Valgeir Ólafsson á Búðarstíg. Lagt var upp frá Skúmstaðarvör sem er neðan við samkomuhúsið Stað og róið á fyrri fjörunni austur í Hraunslón svo sem komist var á árabát og netið lagt. Á seinni fjöru var farið í vitjun og netið tekið upp. Aflinn var yfirleitt ekki mikill, 4-6 fiskar þótti góðar heimtur. Ýmist rauðmagi eða grásleppa.
Flettingar í dag: 1821
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 1472
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 432822
Samtals gestir: 45580
Tölur uppfærðar: 15.5.2025 18:43:16