05.04.2023 23:44

"Grútarnir" á Bakkanum

 

Árið 1930 Keypti Kaupfélag Árnesinga Verslunarhúsin á Eyrarbakka, steyptu löndunarbryggju þar sem áður voru brautarteinar frá verslunarportinu niður að sjó og létu smíða tvo uppskipunarbáta sem voru dregnir af vélbáti út á sundið þar sem gufuskip lögðu við festar. Þessir prammar gátu borið talsverðan farm. Það var ekki síst salt sem var flutt til lands og saltfiskur í skip til útflutnings á þessum prömmum. Þegar Kaupfélagið kom sér fyrir í Þorlákshöfn og lét rífa búðarhúsin stóðu þessir prammar eftir hlið við hlið sem dapur vitnisburður um hnignandi verslun á Bakkanum og fengu að grotna þar óáreittir áratugum saman. Fyrir krakka í hverfinu nýttust þeir þó sem leikvöllur í ímynduðum heimi víkinga og sæfara.

Flettingar í dag: 4130
Gestir í dag: 251
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447632
Samtals gestir: 46226
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 18:45:35