04.07.2021 22:32

Óðinshús, hús með sögu og sál.

Óðinshús, lengst af í eigu útgerðafélagsins Óðinn hf. sem rak þar netaverkstæði. Útgerðafélagið var í eigu Hraðfrystistöð Eyrarbakka hf. Þar var áður Rafstöðin á Eyrarbakka og Slökkvistöð síðar. Upphaflega byggt sem pakkhús fyrir Kaupfélagið Heklu árið 1913 og er eitt elsta steinsteypta húsið á landinu. Árið 2002 keypti Sverrir Geirmundsson í Ingólfi Óðinshús og rak þar vinsælt lista gallery og vinnustofu í allmörg ár. Þar hafa málverk margra núlifandi íslenskra listamanna prýtt veggi og ýmsir aðrir menningaviðburðir lítið dagsins ljós. Ýmsir listmálarar hafa fundið fyrir andardrætti listagyðjunar á Bakkanum,  t.d. Jón Ingi Sigurmundsson og Gunnsteinn Gíslason sem hefur haft vinnuaðstöðu í Ólabúð sem einnig er gamalt og merkilegt verslunarhús. Árið 2019 var Óðinshús auglýst til sölu. Dana Marlin Maltverskur efnafræðingur keypti húsið og hyggst opna þar brugg og kaffihús innan tíðar, þar sem sjávarþangið kryddar tilveruna.






Flettingar í dag: 3306
Gestir í dag: 227
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 446808
Samtals gestir: 46202
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 12:31:04