06.04.2021 00:29

Álfur og Álfstétt

Álfur hét madur Jónsson sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna og drykkfeldur nokkud. Vinnumadur var hann ad Óseyrarnesi ásamt konu sinni um 1847 (ábúd á ödrum Nesbænum 1855). Fluttist sídan ad Nýjabæ á Eyrarbakka og ad sídustu austur á Hól í Hraunshverfi og þadan upp ad Medalholtshjáleigu í Flóa. Þad var mikil fátækt um midbik 19 aldar og reyndar allsleysi hjá flestum í þorpinu. Álfur var duglegur til allra verka, hagur á járn og tré og réri til sjós í Þorlákshöfn þá er hann var í Óseyrarnesi. Sídan af Bakkanum hjá Þorleifi ríka á Háeyri, formadur á skipi hans og frá Loftstödum. Á þessum árum voru gerd út 30 - 40 áraskip á Eyrarbakka og sjón ad sjá þessum skipum radad upp medfram allri ströndinni og birgin og beituskúranna þar upp med sjógardinum. Þá var mikid um ad vera, skipin tví og þríhladin af fiski og stundum med seilad aftanní. Stundum voru menn sendir út á skerin til ad taka vid seilunum og draga upp í fjöru. Vermenn komu úr sveitum alstadar ad og nóg var af brennivíni til ad skola sjóbragdid úr kverkunum. Svo rammt kvad ad drykkjuskap ad menn seldu jafnvel skó og sokka barna sinna og naudsynjar heimilanna fyrir krús af brennivíni, og sáu ýmsir höndlarar sér leik á bordi um vertídina. Fæda þorpsbúa um þessa tíd var adalega fiskur, söl og grautur úr bankabyggi. Í hallæri var þad líka 'Mura' rótartægjur. Kál stód stundum til boda. Til hátídabrigda var keypt skonrok. Á jólum var börnum bodid í Faktorshúsid upp á graut med sýrópi og eitt tólgarkerti hvert til ad fara med heim. Um sumarid fylltist þorpid af lestarmönnum ofan úr fjarlægustu sveitum med ullina sína. Þá var líka eins gott ad nóg væri til af brennivíni ofan í gestina.

Þarna gátu menn litid augum og heilsad upp á Þurídi formann, lágvaxin kona sem ávalt gekk um í karlmannsfötum, en landsfræg eftir ad hún sagdi til Kambránsmanna. En hún var ekki sú eina, því medal lestarmanna var kerling ein eftirtektaverd. Hún hét Ingirídur, stórskorinn, hardeygd og tröllsleg. Hún gekk med hatt og í karlmannsfötum og gaf ödrum körlum ekkert eftir.

En aftur ad Álfi. Hann átti frumkvædi ad því ad leggja veg þann á Eyrarbakka er enn ber nafn hans, þ.e Álfstétt. Vegurinn var lagdur medfram og yfir fúakeldur og fen svo fólk ætti betra med ad komast upp í mógrafir (mór notadur til eldsneytis) og slægjulanda sinna. Þetta var fyrsti vegarspottinn sem sérstaklega var byggdur sem slíkur á Eyrarbakka.

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00