12.03.2021 22:07

Leikskóli í nær hálfa öld.

Þann 17. mars 1975 var gerð tilraun til að reka dagvistun á Eyrarbakka yfir vertíðina. Það var tvísetinn leikskóli, fyrir og eftir hádegi. Áhugi fyrir þessu hafði verið í umræðunni um nokkurt skeið hjá sveitarstjórn, verkalýðsfélaginu Bárunni, kvenfélaginu og stjórn Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka, sem kallaði eftir vinnuafli húsmæðra.
Aðstaða fékkst í húsi sem Ungmennafélag Eyrarbakka og vmf Báran áttu saman og hét Brimver og festist það nafn við leikskólinn.
Þær Gyðríður Sigurðardóttir og Auður Hjálmarsdóttir, voru ráðnar til að stýra leikskólanum sem hefur starfað óslitið síðan. Árið 1982 var húsnæðið endurnýjað með því að kaupa fokhelt einingahús frá SG-hús sem sjálfboðaliðar og feður luku við að einangra og klæða innan. Húsnæðið var síðan stækkað og endurbætt árið 1995.

Heimild: mbl.is tímarit.is 
Flettingar í dag: 4909
Gestir í dag: 272
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448411
Samtals gestir: 46247
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 21:17:06