08.03.2020 16:23

Hús á Bakkanum - Helgafell

HELGAFELL

 Húsið er byggt um aldamótin 1900 og hefur haldist innan sömu fjölskyldu síðan.

Sigríður[b1]  Grímsdóttir og

Jóhann[b2]  V. Daníelsson kaupmaður

Vilbergur Jóhannsson formaður og

Ragnheiður Guðmunda Ólafsdóttir

Ólafur[b3]  Vilbergsson

Ágúst Ólafsson

 1945 - 76 ára      

 1946 - 80 ára  

d.1939 - 40

d.1998 - 92ja

d.2005 - 76   

 


 [b1]Sigríður Grímsdóttir var frá Gljúfurholti, f. 7.5. 1869, d. 11.5. 1945

 [b2]Jóhann Vilhjálmur Daníelsson, Kaupmaður á Eyrarbakka, fæddist í Kaldárholti í Holtum, Rang. 17. nóvember 1866. Foreldrar hans voru Daníel Þorsteinsson, bóndi þar, og k.h, Vilborg Jónsdóttir. Jóhann var fyrst verslunarmaður á Stokkseyri, en síðan útibústjóri hjá verslunarfélaginu Ingólfi og keypti eignir þess síðar og rak félagið til 1925, en flutti þá til Reykjavíkur.

 [b3]Ólafur Vilbergsson 1929 - 2005 Jóhannssonar og Ragnheiðar Ólafsdóttur á Helgafelli. Ólafur var víðförull um mörg höfin. Háseti á m/b Sísí hjá Jóni Helgasyni á Bergi. Hjálparkokkur á Kveldúlfstogaranum Gylli, skipstjóri þar var Kolbeinn Sigurðsson frá Eyrarbakka svo háseti og stýrimaður. Stýrimaður á togurum með Sigurði Guðjónssyni frá Litlu-Háeyri, þeir Skallagrímur og Egill Skallagrímsson. Skipstjóri á m/b Faxa og Hafrúnu ÁR á humarveiðum. Farmaður hjá Eimskipafélagi Reykjavíkur, þeim Kötlu og Öskju og Bakkafossi. Síðan hjá Nesskipum, Suðurlandi, Ísnesi, Selnesi og síðast Akranesi og síðast starfaði hann hjá Fiskiver s/f á Eyrarbakka.



Flettingar í dag: 2108
Gestir í dag: 189
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266435
Samtals gestir: 34326
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 10:49:47