05.03.2020 21:14

Hús á Bakkanum - Hlíðskjálf

HLÍÐSKJÁLF........1974

Hlíðskjálf

(Túngata 57) grunnur var lagður að húsinu 1972 en síðan byggt upp í áföngum. Meistarar voru Ársæll Þórðarson á Borg og Stefán Stefánsson frá Hliði Eyrarbakka

Katrín[b1]  Björg Vilhjálmsdóttir Símavörður m.m.

Sigurður[b2]  Andersen símstöðvarstjóri m.m

2000 - 59

2002 - 69 


 [b1]Katrín var fædd í Karelíu Finnlandi árið 1941 en kom til Íslands á unglingsárum og starfaði bæði í sveit og við fiskvinnslu. Hún var lengi símamær hjá Pósti og síma og síðar nokkur ár á skrifstofu hjá Kaupfélagssmiðjum á Selfossi.  Hún æfði kúluvarp og keppti til verðlauna fyrir HSK,  Sjá afrekaskrá: http://fri.is/afrekaskra/keppendur/kep23654.htm Hún var gift Sigurði Andersen símstöðvarstjóra og voru þau bæði mikið íþróttafólk á bestu árum sínum. Skírnarnafn hennar var Aira Karína Könönen.

 [b2]Sigurður Andersen var fæddur í Gamla Bakaríinu á Eyrarbakka 1932 sonur Lars Andersen Larsen bakara frá Horzens danmörku og Kolfinnu Þórarinsdóttur frá Vegamótum. Sigurður var einnig lærður bakari, og einstaklega fjölæfur til margra hluta. Hann var lengst af símstöðvarstjóri á Eyrarbakka. Stundaði Íslenska glímu og þrístökk á sínum yngri árum. Hann var einnig veðurathuganamaður fyrir Veðurstofu Íslands í mörg ár. Hélt sig að verkalýðs og sveitastjórnarmálum um nokkra hríð.Umsjónamaður kirkjuklukkunar, grúskari og örnefnasafnari svo eitthvað sé nefnt. Sjá einig:

Sagnaþættir Sigurðar Andersen - 123.is

 

Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07