01.11.2019 22:58

Hafísárið 1881 á Eyrarbakka

Mikinn hafís rak að ströndinni á Eyrarbakka 12. febrúar 1881 og skóf allt þang af skerjunum. Gerði þá góðar sölvatekjur um sumarið, segir í annálum. Árið eftir var eitt af mestu kreppu og harðindaárum sem dunið höfðu yfir þjóðina fram til þess tíma. Hafísar og gríðarlegur snjóbylur lagði norðurland í heljargreipar um vorið, tepti siglingar og veiðar. Ótíðin olli einig miklum fjárskaða og öðrum búsifjum. Þá gengu mislingar yfir landið og varð 1.600 manns að aldurtila. Skaði af atvinnumissi var gríðalegur og fóðurskortur  bæði fénaðar og fólks mikill. Landflótti brast á í kjölfarið og fóru margir vestur um haf. Nágranaþjóðirnar komu til hjálpar og sendu nokkra skipsfarma af matvælum til sveltandi íslendinga.

Á sama tíma stóð Eyrarbakki vel að vígi og uppgángur í þorpinu. Um vorið var allgóður afli bæði á Eyrarbakka, í Þorlákshöfn og fyrir Loptsstaðasandi; hélst aflatíð þessi allan júlímánuð og voru orðnir háir hlutir manna í kauptíð. Þá var Assistentahúsið í byggingu (Vesturálma Hússins)

Á þessum árum fæddust nokkrir forustumenn og konur. m.a. Þorleifur Guðmundsson alþ.m. Stóru Háeyri,  Hjónin Rannveig Jónsdóttir frá Litlu Háeyri og Guðfinnur Þórarinsson formaður á Eyri.

Sjá ennfremur tíðarfar á Eyrarbakka 1881: http://brim.123.is/blog/2007/02/22/82933/
Flettingar í dag: 2108
Gestir í dag: 189
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266435
Samtals gestir: 34326
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 10:49:47