25.08.2019 22:11
Hallærið 1884-85
Árið 1885 voru mönnum flestir bjargræðisvegir
bannaðar hér sunnanlands. Heyfengur var harla lítill sumarið áður. Upp í Holtum
þrutu nokkra bændur skepnufóður þegar leið að vori, en þeir sem hlýddu ásetninganefnd
um að skera niður fénaðinn stóðu betur að vígi. Veturinn var afleitur og snjóþyngsli
mikil, svo vetrarbeit varð ekki við komið. Ekki bætti úr skák að ógæftir urðu þær
mestu í manna minnum í austursýslum. Gátu útvegsmenn þar aðeins komist í einn róður,
en sumir þó 2-3 róðra á vertíðinni. Varð almenningur er stóð höllustum fæti að
treysta á erlent gjafafé úr vörslu landshöfðingjanna. Um slíka ölmusu var þó
ekki talað hátt eða feitletrað í sögubækur vorar þó gjafir þessar forðuðu þjóðinni
frá hungri og sárum sulti.
Heimild: Þjóðólfur 17. tbl. 1885