24.08.2019 23:09
Þegar iðnbyltingin barst til Eyrarbakka
Tóvinna er elsta iðngrein sem stunduð var á Bakkanum og fór sú vinna að miklu leiti fram í dönsku verslunarhúsunum í lok 19. aldar og fram á annann áratug 20. aldar. Tóvinna var einig mikið stunduð til sveita og voru unnar bæði voðir og prjónles. Prjónles skiptist í duggarales og smáles (smáband). Smáband og annað prjónles var verslunarvara. Snældustokkar og rokkar voru algengir og til á flestum bæjum í lok 19 aldar. [Upphaflega var mest spunnið á halasnældu en hjólrokkar tóku ekki að berast til landsins fyrr en á miðri 18. öld og fram yfir miðja 20. öld tíðkaðist að nota halasnældur meðfram til að tvinna.] Vefstólar voru hinsvegar sjaldgæfari en þó munu þeir hafa verið notaðir við tóvinnu á Eyrarbakka. Snældudustokkar og rokkar voru yfirleitt íslensk smíði, en vefstólarnir erlendir þó dæmi séu um íslenska vefstóla. Um miðja nítjándu öld höfðu vefstólar útrýmt gömlu kljásteinsvefstöðunum, en þeir stóðu lóðrétt með steinaröð neðst. Helstu framleiðsluvörurnar voru vaðmál og voðir, en einnig peysur, föðurland, sokkar, húfur og vettlingar sem konur framleiddu heima. Mikilvægt var að ullin væri vel þveginn fyrir vélarnar og sem dæmi var ull frá Bitru í Flóa höfð til sýnis á Eyrarbakka vorið 1916 sem all vel þvegin ull.