17.08.2019 21:30
Hnísuveiðar
Páll Grímsson á Óseyrarnesi og Gisli Gíslason silfursmiður í Þorlákshöfn
gerðu tilraunir með hnísunet á vertíðinni 1903. Á miðöldum og allt fram til loka 19. aldar voru miklar hnísuveiðar stundaðar við Fjón í Danmörku, og notuð sú aðferð er enn tíðkast í Færeyjum, það er að hvölunum er smalað á land, en elstu þekktar heimildir hér á landi eru frá 1823 en þá voru 450 marsvín rekin á land í Reykjavík. og 1823 voru 450 marsvín rekin á land í Njarðvík. Síðasti rekstur sem vitað er um var árið 1966 en þá fundu sjómenn á tveim trillubátum marsvínavöðu með á annað hundrað dýrum í Faxaflóa út af Reykjavík og ráku þau til lands.
Á árunum milli 1880-90 voru margir,
sem fengust við hnísuveiðar, en þá voru notaðir rifflar við veiðarnar. Þrjár
hnísuskyttur voru allfrægar. Það
voru þeir Otúel Vagnsson frá Dynjanda, bóndi að Snæfjöllum, Páll Pálsson bóndi í Þernuvík í Ögurhrepni og
Pétur Halldórsson bóndi að Kleifum í
Skötufirði og að öðrum ólöstuðum Guðmundur J. Friðriksson, afi Gvendar jaka verkalíðsforingja.
Hnísan var aðalega nýtt til beitu, en líklaga voru þeir Páll í Óseyrarnesi og Gísli silfursmiður fyrstir til að reyna markvissar hnísuveiðar í net hér á landi.
Heimildir: Lesbók Morgunbl.20.tbl.1955. Wikipedia.Ísmús.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00