15.08.2019 21:53

Laxveiðar í Ölfusá

Laxanet voru lögð í Öfusá í fyrsta sinn 1807, þó er vitað um skipulagðar laxveiðar í Ölfusá um og eftir árið 1777. Sandvíkurbændur svo sem bændur að Fossi hafa líklega stundað laxveiðar í ánni einna lengst, en í Ölfusárósum fyrir landi Eyrarbakkahrepps stundaði Magnús Magnússon í Laufási og fleiri Eyrbekkingar umfangsmiklar laxveiðar í net um og eftir miðja 20. öld. 
Veiðifélag Árnessýslu var stofnað (1918-1937) og var þá meðalveiðin á vatnasvæði árinnar um 4000 laxar. Laxveiðin hefur verið misjöfn frá ári til árs. Sumarið 1932 veiddust á svæðinu skv. skýrslum 8639 laxar, en 1935 aðeins 2544 laxar, Á fyrstu árum sínum lét veiðifélagið veiða í net á Selfossi og Helli og varð veiðin þessi:
 1938: 1393 laxar 
 1939: 2887 laxar 
 1940: 4219 laxar 
Sterkar líkur eru til þess, að stofn sá, sem gekk í vatnahverfið 1940 hafi verið enn stærri en sá, er var á ferðinni 1932. Þá var veiðin 1515 löxum meiri á Selfossi og Helli. 
Á fyrstu árunum lét stjórn Veiðifélags Árnessýslu vinna að útrýmingu sels í neðsta hluta Ölfusár, þar sem hann hélt sig sig jafnan á þeim tímum, og selveiðin hafði oft verið um 200 kópar að vorinu. Var þá selveiðijörðum við Ölfusá greiddar 1.500 kr á ári í svokallaðar skaðabætur. Verð á selskinnum var þá reindar margfallt hærra.

Stangveiðar voru stundaðar á mörgum stöðum í vatnahverfi árinnar þá sem nú og netaveiði jafnframt mikil alla 20. öldina. Það er alkunn staðreynd, að áhrifa veðráttu og vatns gætir mjög á veiðarnar og má segja sem svo að veiðin sé í réttu hlutfalli við vatnsmagn árinnar hverju sinni.

Þegar Sogið var virkjað urðu umtalsverðar vatnstruflanir í Soginu af völdum raforkuveranna vegna vatnsbreytinga, sérstaklega á veturna, er stór hrygningar- og uppeldissvæði þornuðu og botnfrusu og við það fórst jafnan mikið af hrognum og seiðum.

Heimild: Mbl.23.06.64 Magnús Magnússon.
Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06