11.08.2019 21:40
Árið 1898 komu lóð í stað handfæra.
Handfæri voru notuð við veiðar um alda raðir, í fyrstu ullarband en síðar hampur. Á enda færisins var sökka en krókar með vissu millibili. Árið 1889 var farið að nota "lóð" við fiskveiðar á Eyrarbakka. Fiskilínan þróaðist frá færinu og samanstendur af lóði, taumum og krókum. Á lóðinni eru 40-50 cm langir taumar með um faðms millibil. Á enda taumanna er einn öngull. Hver lóð hefur um 100 öngla og 4 lóðir eru tengdar saman í svokallað bjóð eða bala. Beitan var oft skelfiskur sem sóttur var í skerin, en þó aðalega síld þegar hægt var að afla hennar. Kosturinn við lóðið er að það var látið liggja í eina til tvær stundir við bauju, en handfærin þurfti stöðugt að skaka. Þegar lóðin var tekin upp þurfti að ganga rétt frá henni svo að hún flæktist ekki. Það kallaðist að stokka upp, Á fyrri tíð var notaður svokallaður "lóðarstokkur" en í hann var önglunum krækt þegar lóðin var gerð upp. Svo beið lóðin í stokknum uns tímabært var að beita fyrir næsta róður.
Heimild : Wikipedia, Visindavefurinn.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 2033
Gestir í dag: 186
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 266360
Samtals gestir: 34323
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 09:07:56