10.08.2019 23:06
Sandkorn úr sögunni

Árið 1765 var fiskur saltaður í fyrsta sinn til útflutnings á Eyrarbakka. Það ár ákvað danska stjórnin að hafa vetursetumann á Eyrarbakka til að kenna útgerðarmönnum fisksöltun og annast um hana. Saltfiskur var lengi síðan verkaður á Eyrarbakka. Eftir að hraðfrystihúsið var reist um miðja síðustu öld var stunduð þar mikil saltfiskverkun samhliða hraðfrystingu. Útgeðarfyrirtækin Fiskiver og Einarshöfn HF komu til sögunar nokkru síðar og stunduðu nær eingöngu umfangsmikla saltfiskverkun um langt skeið. Fyrir síðustu aldamót runnu þó öll þessi fyrirtæki sitt skeið og útgerð þeirra lagðist af. Útfluttningur á Saltfiski frá Eyrarbakka hefur ekki verið stundaður síðan, en smærri aðilar saltað í litlum mæli fyrir heimamarkað.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 4565
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 448067
Samtals gestir: 46242
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 20:34:10