09.08.2019 21:33

Sandkorn úr sögunni

 Grímur Gíslason formaður og bóndi í Nesi

Grímur  Gíslason í Nesi var stórbóndi og formaður í Þorlákshöfn. Byggði hann timburhús á Nesjörðinni 1890. Voru þeir sambýlingar Þorkell Jónsson og Grímur og taldir ríkastir í hreppnum, en þeir áttu samanlagt yfir 200 fjár. Nesbærinn stóð við Ölfusárósa og hafði verið fluttur margsinnis vegna ágangs árinnar. Grímur bjó í Nesi með konu sinni Elínu Bjarnadóttur til 1896, þá sátu börn þeirra Sigríður og Páll á jörðinni í nokkur ár eftir það. Grímur stundaði vöruhöndlun á Stokkseyri og lét setja skipafestar þar í lónið "Blöndu" .

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 187
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 260968
Samtals gestir: 33814
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:18:00