12.11.2017 17:15
Sú var tíðin 1956
Á Eyrarbakka bjuggu 494 íbúar þegar árið 1956 gekk í garð. Á Bakkanum bjuggu menn enn við brunnvatnið, eins og verið hafði um aldir. Ein 25 m hola hafði þó verið boruð við frystihúsið 1955 með tilstyrk jarðborana ríkisins, en vatnið sem fékkst úr þeirri holu reyndist of járnríkt að óhæft var til drykkjar en dugði vel frystihúsinu fyrir fiskvinnsluna.
Það bar annars helst til tíðinda að uppreisn var gerð á Vinnuhælinu Litla-Hrauni undir forustu tveggja fanga, eftir að samfangi þeirra hafði verið settur í járn, en sá hafði verið til aðstoðar í eldhúsinu og hafði þaðan meðsér tvær kjötsveðjur og lét ófriðlega. Lögreglan í Reykjavík var kölluð til og 10 manna lið sent austur á Bakka. Þegar lögregluliðið mætti á staðinn var þegar komin ró í fangelsinu og enginn strauk, en margt brotið og bramlað. Forstöðumaður Vinnuhælisins var þá Magnús Pétursson.
Útgerð: Fiskveiðifloti landsmanna var nú kominn á ríkisstyrk eins og hann lagði sig, vegna bágrar stöðu, bæði togara og bátaútgerðar, og var það aðalega vegna hækkandi vinnslukostnaðar. Á sama tíma áttu íslensk stjórnvöld í landhelgisdeilu við Breta. Fjórir bátar voru gerðir út frá Eyrarbakka 1956 [Helgi ÁR 10, Jóhann Þorkellsson ÁR 24, Sjöfn ÁR 11 og Ægir ÁR 183] en sá fimmti var gerður út frá Þorlákshöfn, [Faxi ÁR 25] þaðan sem 8 bátar gerðu út á vertíðinni. Frá Stokkseyri voru 5 bátar gerðir út. [Síðar á árinu bættist nýr bátur í flota Stokkseyringa, Hásteinn II ÁR 8, er kom nýsmíðaður frá danmörku, en aðrir frá Stokkseyri voru Fylkir ÁR 18, Hafsteinn ÁR 12, Hersteinn ÁR 9 og Hólmsteinn II ÁR 27] Brim hamlaði oft sjósókn eins og alkunnugt er hér við ströndina og fór því vertíðin seinna af stað en almennt var á landinu. Þá varð stundum að leita til Þorlákshafnar sökum brims eða þoku. Í apríl var landburður af fiski og allir sem vettlingi gátu valdið unnu að aflanum. Frí var gefið í barnaskólanum svo elstu börnin gætu tekið þátt í fiskvinnuni og unnið sér inn peninga. [Þetta fyrikomulag var alsiða á Bakkanum og þótti engum til meins að haga þessu þannig] Komu bátar að landi með allt að 17 - 20 lestir í hverjum róðri þegar best lét. Helgi ÁR og Jóhann Þorkellsson ÁR keptust um aflakóngs titilinn þessa vertíð, en sá titill kom í hlut þess síðarnefnda með 326 lestir í 51 róðri. [Bjarni Jóhannsson var skipstjóri] Á humarvertíðinni gerðu út 6 bátar [einn frá Þorlákshöfn] og stóð vertíðin yfir frá maí-júlí og veitti 50 manns atvinnu. Austurbúðarbryggjan var löguð og bætt svo bátar gætu einig lagst þar að.
Afmæli:
90. Þorgerður Halldórsdóttir Hraungerði. [Brim á Bakkanum Hraungerðismæðgur] Hildur Jónsdóttir Garðbæ.
80. Bergljót Sigvaldadóttir Gamla-Hrauni. Guðmundur Ebeneserson skósmiður Hraungerði. Vigdís Eiríksdóttir Neistakoti.
70. Jón Helgason formaður á Bergi. Hann var farsæll formaður, oft aflakóngur og aldrei hlekktist skipum hanns á. [Faðir Jóns var Helgi Jónsson formaður í Nýjabæ og gerði hann skip sitt út frá Þorlákshöfn í 42 ár. Móðir Jóns var Guðríður Guðmundsdóttir frá Gamla-Hrauni. Jón var skaptfellingur að ætt, en langafi hans kom á Bakkann úr Skaftáreldum, svo sem margir aðrir. Sjá einig: Brim á Bakkanum Jón Helgason frá Bergi Brim á Bakkanum Jón Helgason ÁR 150] Guðmundur Jónsson bóndi í Steinskoti. [Jóns Jónssonar sama stað] Elín Jónsdóttir Kirkjuhúsi.
60. Guðlaugur Pálsson kaupmaður Sjónarhóli. Guðlaugur hóf
verslunarrekstur 21. árs gamall í Kirkjhúsi á Eyrarbakka og starfrækti hann
verslun sína í 76 ár. [Hann kvæntist Ingibjörgu Jónasdóttur frá Eyrarbakka. Brim
á Bakkanum Verzlun Guðlaugs Pálssonar] Sigurður Óli Ólafsson á Stað, þá kaupmaður á Selfossi og alþ.m. [Ólafs
Sigurðssonar söðlasmiðs á Litlahrauni og Þorbjargar Sigurðardóttur frá
Neistakoti. Sigurður Óli var giftur Kristínu Guðmundsdóttur, Guðmundssonar,
fyrrum kaupfélagsstjóra Heklu á
Eyrarbakka] Andrés Jónsson
verkalýðsfrömuður í Smiðshúsum. [Jóns Andréssonar og Guðrúnar Sigmundsdóttur á Litlu-Háeyri
Brim
á Bakkanum Andrés stóð í eldhríðinni] Guðbjörg Vilhjálmsdóttir á
Ásabergi [Vilhjálms
Gíslasonar ferjumanns og Guðbjargar Jónsdóttur Ásabergi, áður Óseyrarnesi Óseyrarnes
- Brim á Bakkanum - 123.is] Anna
Sveinsdóttir Háeyri. Emerentína G
Eiríksdóttir Blómsturvöllum. Guðbjörg
Jóhannsdóttir Hofi. Guðbjörg E Þórðardóttir Sandvík. Guðrún Jóhannsdóttir Frambæ. Ingibjörg
Ó Ólafsdóttir Stíghúsi. Jóhanna
Bernharðsdóttir Staðarbakka. Sigurður
Kristjánsson Búðarstíg. [hreppstj. og kaupmaður]
50. Eyþór Guðjónsson Skúmstöðum. Gísli
Jónsson Mundakoti. Ragnheiður
G Ólafsdóttir Helgafelli. Vigfúsína
M Bjarnadóttir Garðbæ.
Andlát:
Guðrún Ársæls Guðmundsdóttir í Káragerði 81 árs.Þorbjörn Hjartarson sjómaður og bóndi í Akbraut. 77 ára. [Brim á Bakkanum Elín í Akbraut] Karen Ísaksdóttir. 74 ára [Hún var fósturbarn sr. Jóns Björnssonar og fr. Ingibjargar Hinriksdóttur presthjóna á Eyrarbakka. Hún flutist síðar að Grenjaðarstað og síðan til Reykjavíkur] Jóhannes Jóhannesson 0 ára.
Félagsmál: Atvinnubílstjórafélagið Mjölnir krafðist úrbóta í vegamálum í sýslunni, en víða voru hættulegir vegkaflar og slysastaðir á fjölförnum leiðum. Formaður Mjölnis var Sigurður Ingvarsson á Hópi, en með honum í stjórn voru m.a. Ólafur Gíslason á Eyrarbakka, Björgvin Sigurðsson form. Bjarma á Stokkseyri og Árni Sigursteinsson á Selfossi. [Sigurður var einig formaður landsambands vörubifreiðastjóra]
Hjónaefni: Inga Kristín Guðjónsdóttir á Kaldbak og Gunnar Ingi Olsen frá Einarshöfn.Halldóra S Ævarr og Carló Olsen, bæði frá Eyrarbakka. Sigurbjörn J Ævarr og Erna Ingólfsdóttir flugfreyja. Guðný E Sigurjónsdóttir símamær og Hjörtur Guðmundsson útibústjóri KÁ á Eyrarbakka. Guðni Marelsson og Jóna Ingvarsdóttir frá Vestmannaeyjum. Sigurður Júlíusson smiður og Hulda Lyngdal Rvík.
Kirkjan: Árið 1955 bárust Eyrarbakkakirkju ríkulegar gjafir: Skírnarskál úr silfri, sem nokkrir vinir Þórdísar Símonardóttur fyrrv. Ijósmóður á Eyrarbakka gáfu til minningar um hana og þau dýrmætu líknarstörf er hún vann bæði í héraði sínu og annars staðar á hinni rúmlega hálfu öld, sem hún var Ijósmóðir. Ennfremur gaf "Kvenfélag Eyrarbakka" fermingarkyrtla, sem notaðir voru í fyrsta skipti við fermingu þá um vorið. Þá höfðu kirkjunni borist ýmsar peningagjafir: Minningargjöf um Margréti Sigríði Brynjólfsdóttur og Jón Gíslason frá Eyrarbakka að upphæð kr. 3.000,00. Systkinin að Bergi, þau Jóhanna Helgadóttir og Jón Helgason, gáfu kr. 1.000,00 á aldarafmæli foreldra sinna, hjónanna Guðríðar Guðmundsdóttur frá Gamla Hrauni f. 7. okt. 1855, - d. 17. júní 1890, - og Helga Jónssonar frá Litlu-Háeyri, f. 4. júlí 1855, - d. 29. maí 1929. [Bjuggu í Nýjabæ] Prestur var þá Magnús Guðjónsson.
Pólitík: Stjórnarslit urðu á árinu og nýjar kosningar. Áróðursvopnin í þessum kosningum voru helst herstöðin í Keflavík, kommúnistagrýlur og járntjöld. [Því var það að kona ein kallaði fram í fyrir ræðumanni á fundi á Eyrarbakka og spurði hvort Stalín væri í kjöri í þessum kosningum.] Framsókn og Alþýðuflokkur gerðu með sér kosningabandalag. Þeim hefur ekki þótt það leiðinlegt, þeim Þórarni Guðmundssyni á Sólvangi og Vigfúsi Jónssyni Oddvita, og eins líklegt að sá síðarnefndi hafi haft ítök með þetta fyrirkomulag eftir klofninginn í alýðuflokknum. Það hefur allavega mörgum þótt það einkennilegt að sjá Vigfús taka annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Árnessýslu. [Alþýðuflokkurinn í Árnessýslu bauð ekki fram í þessum kosningum og átti flokkurinn nokkuð í vök að verjast með tilkomu Alþýðubandalagsins á vinstri vængnum.]
Alþýðubandalagið stóð fyrir pólitískum fundi á Eyrarbakka og var Hannibal Valdimarsson þar frummælandi. Björgvin Sigurðsson formaður Vlf Bjarma á Stokkseyri var meðal ræðumanna. Varð þá fleygt máltæki hans: "Detti annar, þá hallast hinn" Einnig tóku til máls Vigfús Jónsson oddviti og Kristján Guðmundsson formaður Bárunnar á Eyrarbakka. Fundastjóri var Andrés Jónsson. Alþýðuflokkur og Framsóknaflokkur héldu sameiginlegan fund á Stokkseyri. Frummælandi var Gylfi Þ Gíslason. Vigfús Jónsson oddviti var þar meðal ræðumanna, en einnig talaði Kristján Guðmundsson formaður Vlf. Bárunnar á Eyrarbakka og Björgvin Sigurðsson formaður Vlf. Bjarma.
Úr grendinni: Árið byrjaði með miklum frosthörkum. Selfyssingar höfðu hugsað sér gott til glóðarinnar með nýrri jarðhitaveitu kaupfélagsins, en urðu nú fyrir vonbrigðum þar sem að hitaveitan kom að litlum notum. Þrýstingur á kerfinu var of lágur og húsin illa einangruð, og því urðu menn að kynda upp á gamla móðinn. Svo var einnig í Reykjavík í þessu kuldakasti. Í vetrarlok gátu Selfyssingar tekið gleði sína á ný er kirkja þeirra var vígð. Var þá farið í skrúðgöngu og fremstur gekk Guðmundur kirkjusmiður Sveinsson frá Ósabakka og bar stóran kross eins og frelsarinn forðum. Á Selfossi bjuggu þá um 1.300 manns. Um mitt sumar brunnu smiðjur kaupfélagsinns til grunna og var það mikill eldur. [3 breskir herskálar á árbakkanum austan við brú] Stokkseyringar telfdu símaskák við Patreksfirðinga og stóð skákin yfir heila nótt. Því er skemst frá að segja að Stokkseyringar fóru með sigur af hólmi. Á Stokkseyri bjuggu 420 manns.
Sandkorn:
- UMFE fór í skemtiferð austur á Kirkjubæjarklaustur. Gróðursetti 2000 trjáplöntur.
- Korkiðjan í Reykjavík hafði einkarétt á vikur og sandnámi á Eyrarbakka.
- Kartöflur voru settar niður 5. maí, tveim vikum fyrr en venjulega.
- Bragi Ólafsson læknir ásamt fleirum vildu fá byggt sjúkrahús á Selfossi.
- Eyrbekkingafélagið í Reykjavík gróðurseti plöntur á Eyrarbakka.
- Sigríður Valgeirsdóttir frá Gamla-Hrauni er formaður þjóðdansafélagsins.
- Þórlaug Bjarnadóttir ljósmóðir átti 30 ára starfsafmæli.
- Bærinn Sölkutóft brennur. Ábúandi var Ingvar Guðfinnsson. [húsið var steinhús]
- Bátur fór héðan með ungmenni á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
- Skólabörn bólusett fyrir mænusótt í fyrsta sinn.
- Bjarni Þórarinsson og Anna Sigurkarlsdóttir skipaðir kennarar við barnaskólann á Eyrarbakka
- Símstöðvarnar á Eyrarbakka og Stokkseyri voru opnar frá kl. 8.30 til kl. 22 á virkum dögum og kl. 10 til 12 og kl. 13 til 21 á helgum dögum.
- Úrkoman á Eyrarbakka allt árið mældist 1459 mm. Veðurathugunarmaður var Pétur Gíslason.
Heimild: Alþýðublaðið, Kirkjuritið, Morgunbl. Skinfaxi, Póst og símatíðindi, Tíminn, Vísir, Þjóðviljinn. Ægir.
Greinar: Jón Helgason Guðlaugur Pálsson Humarveiðar
Áfram: