04.04.2017 22:32

Sú var tíðin 1954

"HUMARBÆRINN"  Það var kosið í hreppsnefnd 1954 og urðu úrslit þessi: Alþýðuflokkur 154 atkv og 4 menn. Framsóknarflokkur 40 atkv. og einn mann. Borgarar 85 atkv. og 2 menn. Á kjörskrá voru 357. Vigfús Jónsson oddviti var tryggur í valdastóli næsta kjörtímabilið. Eyrarbekkingar hófu upp nýja atvinnugrein, humarveiðar og vinnslu sem skaffaði 50-60 manns atvinnu. Unnið var að byggingu dráttarbrautarinnar (Slippsins), en hún var hönnuð til að geta tekið upp 200 tn. báta en aðstæður gerðu hinsvegar ekki ráð fyrir stærri en 60 tn. bátum. Dráttarbrautin var svo vígð 7. desember, er fyrsti báturinn var tekinn upp, en það var Faxi ÁR.  Þá festu þeir Halldór og Ólafur Guðmundssynir kaup á  vélbátnum "Sjöfn" frá Flateyri.

 

Útgerð og vinnsla:

Eyrbekkingar gerðu út sex báta á vertiðinni 1954 [ þar af tvo frá Þorlákshöfn]. Tilraunir voru gerðar með að kaupa togarafisk frá Reykjavík og aka honum hingað til vinnslu í frystihúsinu, á meðan gæftir voru lélegar sökum brælu, stórbrims og illviðra í vertíðarbyrjun. Þá urðu skemmdir á vélbátnum Ægi frá Eyrarbakka. sem gerður var út frá Þorlákshöfn og skemdust tveir aðrir þorlákshafnarbátar, Brynjólfur og Ísleifur einig í þessu veðri. Ægir slitnaði síðan aftur upp í öðru óveðri, en sakaði ekki. Vébáturinn Jóhann Þorkelsson var aflahæstur, á vetrarvertíð en hann fiskaði um 215 smál. í 53 róðrum. Skipstjóri Jóhann Bjarnason. Í frystihúsinu störfuðu um 30 manns. Þrír bátar voru gerðir út á humar um sumarið. Var það í fyrsta skipti sem humarveiðar voru stundaðar héðan. Þessir bátar voru Jóhann Þorkelsson, skipstjóri Bjarni Jóhannsson, Ægir, skipstjóri Jón Valgeir Ólafsson og Faxi, skipstjóri Ólafur Vilbergsson. Þá kostaði kg. af humri 50 kr.

 

Afmæli:

91. árs Jón Ásgrímsson homopati í Björgvin. [varð hann allra karla elstur, eða101 árs]

 

90 ára Ólöf Ólafsdóttir þá til heimilis á sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfrði.

 

85. ára Margrét Guðmundsdóttir frá Eyrarbakka, bjó í Rvík.

 

80 ára. Kristín Jónsdóttir, bjó þá á e.h. Grund Rvík. Valgerður Grímsdóttir frá Óseyrarnesi. Hennar maður var Gísli Gíslason á Skúmstöðum. Ingibjörg Magnúsdóttir frá Oddakoti A-Landeyjum, en bjó á Bakkanum á efri árum, hjá Jóni Sigurðssyni hafnsögumanni. Þuríður Magnúsdóttir frá Mundakoti. Gróa Gestsdóttir í Eyfakoti. Vilhjálmur Gíslason á Ásabergi. [Járnsmiður og ferjumaður]

 

75 ára. Bersteinn Sveinsson múrari í Brennu. [Hann var frukvöull í nútíma kartöflurækt.] Jónína Jónsdóttir frá Skúmstöðum. Aðalbörg Jakopsdóttir í Læknishúsi. Maður hennar var Gísli læknir Pétursson. Halla Jónsdóttir á Búðarstíg. Jóhanna Jónsdóttir á Litlu Háeyri. Jónína Jónsdóttir á Skúmstöðum.  Margrét Gísladóttir í Ísaksbæ. Þorbjörn Hjartarson í Akbraut.

 

70 Árni Helgson formaður í Akri. Jóhanna Helgadóttir á Bergi.

 

60 ára Ásgeir Sigurðsson skipstjóri frá Gerðiskoti/Flóagafli. Bjó í Rvík. Anna Tómasdóttir í Garðbæ. Guðlaug Sigfúsdóttir, bjó í Reykjavík. Ingibjörg Gunnarsdóttir í Einarshöfn. Vilhjálmur K Einarsson í Traðarhúsum. Þorvaldur Jónsson á Gamla-Hrauni.

 

50 ára Ragnar Jónsson frá Mundakoti-forstjóri og bókaútgefandi í Reykjavík. Guðlaugur Eggertsson á Litlu-Háeyri. form. björgunarsveitarinnar. Guðrún A Bjarnadóttir, bjó í Reykjavík. Helga Káradóttir á Borg. Ragnhildur Jóhannsdóttir í Traðarhúsum. Sigríður Bergsteinsdóttir í Deild. Þuríður Helgadóttir á Kaldbak.

 

Hjónaefni:

Marta Sigurðardóttir frá Eyrarbakka og Brandnur Þorsteinsson Hafnarfirði. Þórunn Jóhannsdóttir Eyrarbakka og Jónas Hallgrímsgon, húsgagnasmiður, Hafnarfirði. Sigrún Ingjaldsdóttir frá Baldurshaga, Stokkseyrj, og Jónatan Jónsson frá Sandvík, Eyrarbakka.

 

Andlát

Andrea G: Andrésdóttir frá Skúmstöðum. Hennar maður var Guðni Sigurðsson, frá Árkvörn í Fljótshlíð. Þau bjuggu í Mosfelsssveit. Þórarna Theodóra Árnadótir á Stönd. Hennar maður var Guðmundur Björnsson. Margrét Jónsdóttir frá Mundakoti. [ Faðir hennar Jón Jónsson druknaði í Ölfusá. Maður hennar var Halldór Sigurðsson Rvík, og bjuggu þar.] Einar G Sveinbjörnsson frá Einarshúsi.[ Sveinbjörns Erlendssonar og Guðlaugar Magnúsdóttur er þar bjuggu þá, en fluttu síðar til Rvíkur] Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Einarshöfn. Kristín J Ólafsdóttir frá Stíghúsi. Sigurður Gíslason, en hann bjó á e.h. Grund Rvík. Helgi Árnason frá Mundakoti, en hann bjó í Rvík. [sonur Árna Jóhannssonar í Mundakoti og Margrétar Filippusdóttur]

 

Sandkorn:

 

  • Slysavarnadeildin Björg á Eyrarbakka varð 25 ára 1954. Formaður var Gauðlaugur Eggertsson. Var haldið mikið afmælishóf í Fjölni. [Geta má þess, að á samkomunni í var Svavar Benediktsson dægurlagahöfuhdur, og gaf hann deildinni nýtt-dægurlag, sem nefnist "Á baujuvaktinni" og var það leikið í útvarið á gamlárskvöld. Texti við dægurlag þetta er eftir Kristján frá Djúpalæk.]
  • Alþýðuflokkurinn fór með stjórn þorpsins undir forustu Vigfúsar Jónssonar oddvita. [Efstu menn á lista með honum voru: Jón Guðjónsson bóndi, Eyþór Guðjónss. verkamaður, Ólafur Guðjónsson bifreiðarstjóri, og Jónatan Jónsson vélstjóri]
  • Forustumaður Framsóknarmanna var Helgi Vigfússon, útibússtjóri KÁ. [Efstu menn á lista með honum voru: Þórarinn Guðmundsson, bóndi, Bjarni Ágústsson, verkamaður, Ólafur Guðmundsson, formaður og Þórlaug Bjarnadóttir, ljósmóðir.]
  • Sjálfstæðismenn studdu svokallaðan "Borgaralista" undir forustu Sigurðar Kristjánssonar, kaupmanns. [Fram með honum fóru Ólafur Helgason, verkstjóri, Eiríkur Guðmundsson, trésmiður, Ólafur Magnússon, símaverkstjóri og Jóhann Jóhannsson, bílstjóri.]
  • Dagsbrún var til sölu. Guðjón Guðjónsson átti það hús. Hannes Þorbergsson keypti og seldi á móti Garðhús.
  • 13 konur á Eyrarbakka lögðu til 1100 kr. til kaupa á sjúkraflugvél fyrir Slysavarnarfélag Íslands (TF HIS). Var féð lagt fram til minningar um Sigríði Eiríksdóttur ljósmóður á Stokkseyri, en hún lést af brunasárum, er hún fékk þegar olíubrúsi sprakk í höndum hennar. [Þessar konur voru: Ingibjörg Jóhannsdóttir, Guðmunda Gestsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Aldís Þórðardóttir, Sigríður Arinbjarnardóttir, Helga Káradóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Þuríður Björnsdóttir, Fanney Hannesdóttir, Bjarney Ágústsdóttir og Ásta Erlendsdóttir. Kvenfélagskonur á Stokkseyri stofnuðu einig minningasjóð er renna átti til sjúkrahúsbyggingar á Selfossi.]
  • Nýr formaður Vlf. Bárunnar var kosinn Andrés Jónson frá Smiðshúsum. [Með Andrési Jónssyni voru kosnir í stjórn: Jónatan Jónsson, ritari, Guðjón Sigfússon, gjaldkeri, Gestur Sigfússon, meðstj. og Kristján Guðmundsson, varaformaður, en Kristján hafði áður gengt formensku í félaginu.]
  • Blaðamenn frá Berlingske Tidende heimsóttu Stokkseyri og Eyrarbakka. Tóku þeir myndir af björgunaræfingu björgunarsveitarinnar á Stokkseyri.
  • Mikið brim gerði við ströndina 11 mars, svo að bátar sem úti voru gátu ekki lent og allar hafnir lokuðust. Tveir sigldu til Vetmannaeyja en aðrir héldu sjó úti fyrir.
  • Allmikið af kartöfluframleiðslu Eyrbekkinga var óselt eftir veturinn og var miklu magni hent í sjóinn.
  • Verslunarmannafélag Árnessýslu var stofnað 1954 og var Helgi Vigfússon útibústjóri fyrsti formaður þess. Aðrir í stjórn voru af Selfossi.
  • Eyrbekkingafélagið kom í heimsókn og gróðursetti tré í U.M.F.E reitinn.
  • Gamalt íbúðarhús Háeyrarvellir [ Ýmist nefnt Marteinsvellir eða Merkisteinsvellir] brann til ónýtis. Húsið átti Karl Jónasson vélsmiður og bifvélavirki. Húsið var forskalað timburhús og talið að kviknað hafi í út frá rafmagnsinntaki.
  • Almyrkvi á sólu varð í lok júní og varð sjórinn dökkgrænn að lit.
  • Á héraðsmóti Skarphéðins á Þjórsártúni  gerði Sigurður Andersen, Eyrarbakka  best í þrístökki 13.48 m en UMF Selfoss vann mótið. Sigurður hafnaði í 2. sæti í langstökki 6.21 m.
  • Ungur maður fótbrotnaði á róluvelli.
  • Bakann heimsótti Sigríður Madslund er var dóttir Sigurðar Eirikssonar, regluboða og Svanhildar Sigurðardóttur og var fædd á Eyrarbakka. Hún giftist til danmerkur Hans Adolf Madsluhd. Sigurður Eiríksson byggði á sínum tíma 2 hús á Eyrarbakka, Túnprýði og Melshús er síðar voru rifin. [ Hús sem nú ber nafnið Túnprýði, byggði Hörður Thorarensen.]
  • Árið 1954 voru 6 hús í byggingu á Eyrarbakka.
  • Sjógang mikinn og fárviðri gerði um haustið og gekk sjór inn um sjógarðshliðin. Hafði slíkt þá ekki gerst síðan 1925.

 

 

Heimild: Alþýðubl. Almanak Ólafs S Thorgeirssonar, Akranes, Árbók Háskóla Ísladnds, Heima og Erlendis, Frjáls verslun, Morgunbl. Nýji Tíminn, Skinfaxi, Tíminn, Tímarit.is, Vísir, Þjóðviljinn, Ægir.

Meira "Sú var tíðin"

Flettingar í dag: 996
Gestir í dag: 221
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261286
Samtals gestir: 33848
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:39:06