03.01.2016 19:19

Skipasmíðar á Eyrarbakka, Öldungur ÁR


ÖLDUNGUR ÁR: Báturinn var smíðaður á Eyrarbakka 1923 úr eik. 10 tonn með Hansa vél. Guðmundur Guðmundsson á Eyrarbakka átti bátinn upphaflega. Var þá formaður  Jón Bjarnason í Björgvin /Litlu Háeyri. 1931 eða fyr var Öldungur seldur til Stokkseyrar. Báturinn kom aftur á Bakkann , sennilega 1938 þegar Sigurður Kristjánsson, Kristinn Jónasson, Sveinn Árnason og Árni Helgason í Akri keyptu hann. Árni var þá skipstjóri á bátnum. 1943 var Öldungur seldur til Suðureyrar við Súgandafjörð. Báturinn var afskráður 1953. Aðrir í samtímaflota Eyrbekkinga voru þá Freyr ÁR 150, og Freyja ÁR 149. Hægt er að sjá ljósmynd af bátnum við bryggju í Þorlákshöfn, hér :http://www.sarpur.is/Adfang.aspx? og nánar um sögu hans. Allmargir mótorbátar voru smíðaðir á Eyrarbakka á fyrri hluta 20. aldar allt fram til 1940.
Flettingar í dag: 1296
Gestir í dag: 247
Flettingar í gær: 2390
Gestir í gær: 1368
Samtals flettingar: 261586
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 21:00:07