21.06.2015 17:07

Jónsmessuhátíðin, miðsumarhátíð Eyrbekkinga

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka, sú 16. í röðinni var haldinn á laugardaginn. Hefur að mestu sami hópur staðið að hátíðinni allt frá upphafi. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og fór fram víða í þorpinu, sem var allt skreytt í bak og fyrir, hvert hverfi með sínum lit. Stemmingin náði hámarki við Jónsmessubálið í blíðskaparveðri, eins og verið hefur alla tíð frá þeirri stund sem bálið er tendrað. Bakkabandið hélt uppi miklu fjöri og spilaði fjölmörg kunn alþýðulög auk þess sem frumflutt var nýtt "Eyrarbakkalag" þeirra félaga. Hátíðinni lauk síðan með stórdansleik í gamla Frystihúsinu. Hátíðin fór vel fram í alla staði og aðsókn góð.


Flettingar í dag: 4177
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447679
Samtals gestir: 46230
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 19:07:26