21.11.2014 17:14
Annáll drukknaðra í Ölfusá
1508, eða nálægt því ári, eftir messu við krossinn í Kallaðarnesi var ferjubáturinn, teinæringur ofhlaðin fólki og sökk með öllu. Um 40 manns druknuðu. Á meðal þeirra var sr.Böðvar Jónsson að Görðum á Álftanesi.
1516, drukna í
einu 5 menn í Ölfusá við Arnarbæli.
1521, eða síðar á
dögum Ögmundar biskups drukna í einu 5 menn á Fossferju.
1542, sigldu menn
úr Þorlákshöfn fyrir Óseyri hlöðnu skipi, mjöli og skreið að Hrauni í Ölfusi.
Kom til áfloga svo skipinu hvolfdi og með 11 menn er druknuðu allir. Var þar á
meðal Hrafn prestur Ölfusinga.
1571, Erlendur
Erlendsson í Kallaðarnesi druknar á ferjuleið að Arnarbæli.
1584, Jón
Sigurðsson í Kallaðarnesi drukknar á ferjustaðnum með mönnum sínum. Þá druknuð
3 feðgar á Fossferju í Flóa (Selfossi). Fluttu þeir eitt naut og klofnaði
skipið.
1625, Sigurður
Árnason í Ölfusi druknar í Ölfusá.
1627, drukna 10
menn á Kotferju í Ölfusá. [Mesta
ferjuslys á íslandi]
1645, drukna af
veikum ís á Ölfusá, Jón Halldórsson ráðsm. í Skálholti ásamt mági sínum og
Böðvari Steinþórssyni nema í Skálholti.
1654, druknar
Gísli Jónsson aðstoðarprestur í Arnarbæli í svokölluðu "díki" með undarlegum
atburðum.
1657. Skip Kotferju sökk fyrir ofhleðslu og
druknuðu 3 en 1 komst af.
1660, druknar
Hákon Bjarnason í ánni við Þorleifslæk í Ölfusi. Fór á hestbak úr bát og sukku
báðir.
1678. Einar
Klemensson druknar í Þorleifslæk við Ölfusá.
1686. Maður
druknar af ís skamt frá Arnarbæli.
1687. Piltur 8
ára Jón Oddsson prests í Arnarbæli druknar í Ölfusá af ís er hann ráfaði á
eftir föður sínum er fór ríðandi.
1693. Maður
druknar í Ölfusá, en sá hét Erlendur Filippusson.
1697. Menn ætluðu
að tvímenna hest á ísi yfir Ölfusá. Féll sá aftari af og niður um ísinn og
druknaði.
1704. Tveir
hrísmenn úr Öndverðanesskógi fórust með bát sínum á Ölfusá.
1709. Karl og
tvær konur ungar úr Kallaðarnessókn vildu til kirkju í Laugardælum. Gengu þau
upp Ölfusá á ís sem féll undan og druknuðu þau.
1725. Maður vildi
ríða eftir eggjum út í hólma í Ölfusá við Langholt og druknaði hann.
1734. Tveir menn
drukna í Ölfusá.
1744. Árni próf.
Þorleifsson í Arnarbæli féll af baki í læk í Ölfusi og druknar.
1750 eða þar um
bil, druknar í Ölfusá strokufangi úr járnum á stolnum hesti.
1793. Einar
Brynjólfsson sýslumanns druknar í Hólmsós í Ölfusi.
1800. Í Óseyrarnesi
sökk skip af ofhleðslu og druknuðu 7 manns, aðalega Skaptfellingar í
kaupstaðarferð. Þar á meðal var Snorri Ögmundsson ferjumaður í Nesi. 4 mönnum
var bjargað.
Í Óseyri Óms- við
-kvon
áin tók sjö manna
líf.
Markús prestur
Sigurðsson
sínu hélt, en
missti víf.
1820, druknar
farandkona í Ölfusá.
1831. Maður frá
Oddgeirshólum ferst í Ölfusá.
1842. Hannes frá
Sandvík druknar í Ölfusá.
1844. Bát með 5
mönnum hvolfdi við hólma í Ölfusá nærri Ármóti í Flóa. Druknuðu tveir, en einn
bjargaði sér á undarlegu sundi. Tveir héldu dauðahaldi í grjótnibbur og var
þeim bjargað.
1853. Ferjubát er
flutti kú og 3 menn hvolfti í Ölfusá er kýrin braust um. Druknuðu þar sr. Gísli
Jónsson í Kálfhaga og Guðni Símonarsson hreppstjóra í Laugardælum. Þriðji maður
komst á kjöl og var bjargað.
1858. Sigurður
frá Litlabæ á Álftarnesi var ferjaður yfir Ölfusá með Óseyrarnesferju ásamt
kindum og tveim hundum. Ferðinni var heitið austur í Hraunshverfi. Hundarnir báðir og kindur fundust síðar reknar
upp úr ánni. Er talið að hann hafi rekið féð um flæðileirurnar og talið að
maðurinn hafi tínst þar.
1869. Runólfur
Runólfsson vegaverkstjóri í Reykjavík hafði sótt verkalaun sín og undirmanna til
sýslumanns út á Eyrarbakka. Hann ætlaði svo aftur yfir Ölfusá við
Laugardælaferju. Reið hann gæðing, ölvaður og lagði út á ána á hestinum. Fórst
þar bæði maður og hestur. 9 mánuðum síðar fanst lík hans rekið við Óseyrarnes
og með því peningar allir.
1873. sr.
Guðmundur E Johnsen í Arnarbæli skírði barn í Hraunshól, [Eyleif, son Ólafs Eyjólfssonar og Guðrúnar Hermannsdóttur.] Jón
Halldórsson á Hrauni fylgdi presti heim og fóru ríðandi á veikum ís og hurfu
báðir um vök á áni vestan við Arnarbæli.
1877. Gamall
maður bilaður á geði fórst í Ölfusá af ísi.
1887. Arnbjörg
Magnúsdóttir frá Tannastöðum fanst örend í ánni. Hafði verið veik á geði.
1890. Maður er
sundreið Ölfusá til að sækja ferju, druknaði í áni.
1891. Við smíði
Ölfusárbrúar druknaði þar maður enskur af slysförum.[ Arthur
Wedgwood
Jacksons]
1895 Páll Pálsson
vinnupiltur á Kotströnd hélt heimleiðis frá Kirkjuferju eftir erindi þar.
Villtist út á ána í frosti og byl. Tapaði hestum sínum niður um ísin og vöknaði
svo að sjálfur fraus í hel á ísnum. Á sama ári fyrirfór sér í Ölfusá, Sigríður
Þorðvarðstóttir á Egilstöðum í Ölfusi.
1917. Filippus
Gíslason á Stekkum druknar í Ölfusá við laxavitjun.
1919. Helgi
Ólafsson prests Helgasonar á Stóra-Hrauni var á austurleið í brúðkaup systur
sinnar. Lík hans fanst og hesturinn dauður í sandbleytu (við Hólmsós).
1922. Tómas
Stefáns skrifstofustjóri við Landsímann í Reykjavík, var að klifra upp
vírstrengi Ölfusárbrúar, en féll í ána
og druknaði.
1933. Maður frá
Oddgeirshólum fórst í Ölfusá.
1942. Baldvin
Lárusson bílstjóri steyptist í ána af Ölfusárbrú og druknaði. Sama ár druknar
setuliðsmaður í áni. [Er nú komið fullt 100 manna er sögur fara af að farist
hafa í eða við ána.]
1944. (Þegar
Ölfusárbrú brast, féll mjólkurbíll með henni í ána, en bílstjórinn bjargaðist á
varadekkinu.)
1947. ( Sjómaður,
Reykjalín Valdimarsson á togaranum Kára synti yfir Ölfusá undan Kaldaðarnesi.
Hann komst heill yfir á 20 mínútum.)
1963. Lárus
Gíslason á Stekkum druknar í Ölfusá við laxveiðar. Hann var ósyndur.
1964. Gísli
Jóhannsson skrifstofustjóri sídarútvegsnefndar druknar í Ölfusá við stangveiði
á Kaldaðarnesengjum ("Straumnesi").
1975. Maður
talinn hafa fallið í Ölfusá og druknað. Lík Hallgríms G Guðbjörnssonar fannst
þar árið eftir.
1976. Ungur maður
vatt sér út á brúarstengi Ölfusárbrúar og féll í ána og druknaði. [Þórarinn Gestson frá Forsæti II]
1979. Kajak
hvolfdi í Ölfusá og ræðarinn [Rúnar
Jóhannsson úr Hafnafirði] druknaði.
1984. Maður féll
í ána við Ölfusárbrú og druknaði. [Hilmar
Grétar Hilmarsson]
1986. (Barn féll
í Ölfusá, en annar drengur bjargaði honum).
1989. (Litlu
munaði að bifreið lenti í ánni eftir að hafa ekið á ljósastaur.)
1990. Bifreið var
ekið út í Ölfusá og druknuðu tveir ungir menn [Örn Arnarson frá Selfossi ásamt félaga sínum Þórði M Þórðarsyni].
Tvær ungar konur er í bílnum voru björguðust.
1992 (3ja ára
barn féll í Ölfusá, en var bjargað af íbúa í grendinni)
1996. Kona fannst
látinn í Ölfusá við Kirkjuferju. [Agnes
Eiríksdóttir] Sama ár óð ölvaður maður út í Ölfusá við brúnna, en bjargaði
sér sjálfur á land.
2000. Guðjón Ingi
Magnússon, ungur maður frá Selfossi féll í Ölfusá og druknaði.
2007. (Bíll
hafnaði út í Ölfusá í mikill hálku. Björgunarsveit bjargaði ökumanninum.)
2014. Maður úr
Þorlákshöfn steypti sér í ána af Óseyrarbrú og druknaði. Maður ók bíl sínum í
ána við Ölfusárbrú. Fanst hann heill á húfi daginn eftir.
Þessi skrá er ekki tæmandi yfir alla
þá sem horfið hafa í Ölfusá. Þess hefur ekki altaf verið getið í heimildum, eða
heimildir ekki fundist.