04.07.2013 21:06
Bardús á Bakkanum

Aðstöðuhús rís við Tjaldsvæðið, en björgunarsveitin hefur haft umsjón með því síðustu ár.

Göngustíg hafa ungmennin í sumarvinnunni á Eyrarbakka útbúið á Sjógarðinn á milli menningarsetranna "Gónhóls" og "Staðs", en á þeim síðari er Geiri-Staðarhaldari byrjaður á rampi með útsýnispalli uppi á garðinum.

Gangstéttarlagning sveitarfélagsins er komin af stað á ný þar sem frá var horfið síðasta haust.
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 3951
Gestir í dag: 249
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 162
Samtals flettingar: 447453
Samtals gestir: 46224
Tölur uppfærðar: 23.5.2025 17:40:54