28.09.2012 14:30

Sjóorsta við suðurströndina?

 German U-boat U 14 ( Frá Wikipedia)Föstudaginn 13 júlí 1917 kl. 6-7 e. hád., heyrðust hér með sjávarsíðunni drunur miklar, sem menn héldu vera fallbyssuskot. Víst var það, að þetta voru ekki þrumur, og að það heyrðist af hafi utan. Drunur þessar heyrðust á Eyrarbakka og Stokkseyri, en einkum þó í Gaulverjabæjarhreppnum. Giskuðu menn helst á, að vopnuðu varðskipi hafi lent saman við þýskan kafbát. 

[Heimild: Þjóðólfur 1917.]

 Um þessar mundir voru tvö íslensk fraktskip skotin í kaf "Vesta" [16.7.1917] og "Ceres", skip Samvinnufélagsins, Fórust 5 menn af "Vestu", en 2 af "Ceres" og var annar þeirra sænskur, en nokkrir íslenskir farþegar og erlendir  skipsbrotsmenn voru um borð og var þeim öllum bjargað. þá var seglskipiuu "Áfram" sökt á Ieið hingað frá Englandi, en mannbjörg varð.

Snemma árs 1917 þegar fyrri heimstyrjöldin stóð sem hæst, lýstu þjóðverjar yfir ótakmörkuðum kafbátahernaði á N-Atlantshafi og fyrirvaralausum aðgerðum gegn skipum sem stödd voru á átakasvæðum þeirra við breta, hvort sem um skip hlutlausra þjóða væri að ræða eða ekki. Var það ástæðan fyrir því að bandaríkin lýstu yfir stríði við þjóðverja skömmu síðar. Þegar yfir lauk höfðu þýskir kafbátar (U-boat) sökkt hálfum kaupskipaflota breta. Fyrri heimstyrjöldin hófst 28. júlí 1914 og stóð þar til 11. nóvember 1918.

Heimild: Wikipedia

Flettingar í dag: 755
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1863
Gestir í gær: 241
Samtals flettingar: 381699
Samtals gestir: 43195
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 00:28:28