11.09.2012 20:12
A. Therkelsens Minde
Á Eyrarbakka strandaði 3. september 1875 danskt kaupskip
(Skonnorta) við innsiglinguna í höfnina. Það var hlaðið salti og korni, og fór
megnið af því í sjóinn, en menn komust allir af. Skipið hét A. Therkelsens
Minde, og var 81 tonn að stærð, skipstjóri þess hét Laurentzen, danskur maður,
en skipið var gert út af Lefolii kaupmanni. Botninn fór alveg undan skipinu, og
var rekaldið selt á uppboði.
Heimild: Ísafold 1875
Haustskipin komu
venjulega síðla í ágústmánuði og voru að öllu jöfnu farin áður en veður
versnuðu þegar leið á september. Nokkur kaupskip fórust á Eyrarbakka á
skútuöldinni þegar óvanaleg stórbrim gerði að vori eða hausti og skipin
slitnuðu upp af festingum sínum, en sjaldan var mannskaði af þessum völdum, þar
sem áhafnir kaupskipana héldu að mestu til í landi á meðan legið var á höfninni
og hlé var á löndun eða útskipun.
Flokkur: Sjóslys