20.07.2012 00:32

Svíar mynda á Bakkanum

Eyrarbakki er leiksvið sænskrar kvikmyndar  sem framleiðslufyrirtækið Little Big Productions er að vinna að ásamt íslenska kvikmyndafélaginu Hughrif. Sagan hefst í Svíþjóð en flyst svo yfir í eigin heim aðalpersónanna þar sem Bakkinn gegnir hlutverki sögusviðsins. Hið sérstaka og myndræna umhverfi þorpsins hefur heillað hina sænsku kvikmyndagerðamenn sem eru þessa dagana önnum kafnir við tökur, en áætlað er að þær standi yfir í fimm vikur.

Flettingar í dag: 360
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505354
Samtals gestir: 48694
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 12:12:26