Loftstaðahóll var talinn
heppilegasta vitastæðið á standlengjunni milli Ölfusár og Þjórsár. En þegar farið
var að bora í hólinn, reyndist
þar ekki fáanleg nógu traust undirstaða og
var þá horfið að því ráði, að
reisa vitann við Knararós á Baugstaðakampi. Var byrjað á byggingunni
í september 1938 og lokið við að koma
henni upp í nóv. sama ár. Sumarið 1939 var unnið að því að setja
ljóstæki í vitann og ganga frá honum að
öðru leyti. - Þann 31. ágúst það sama ár var vitinn vígður og tók hann
samdægurs til starfa.
Vitinn
stendur 4 m yfir sjávarmáli, en hæð hans frá jörðu er 26 metrar. Hann er
byggður úr járnbentri steinsteypu. Veggirnir eru mjög þunnir, m.v. vita erlendis, eða 20 cm. Að
utan er hann pússaður með kvarsi. Í gluggunum var allsstaðar svokallað gangstéttargler
sem var grópað í veggina. Smíði vitans
var meðal annars miðað við það, að viðhald hans yrði sem ódýrast, en jafnframt reynt að hafa
hann rammgeran og var því enginn
viður notaður nema í stigann. Linsan í ljóstæki Knararós vita er 500 mm og upphaflega var 50 l. gasbrennari til
ljósgjafar og fékst með því 6100 kerta
Ijósmagn. Ljóssvið vitans var þá 16 mílur. Fyrsti vitavörðurinn var Páll
Gunnarsson bóndi á Baugsstöðum og þurfti hann að sinna vitanum annan hvern dag.
Teikninguna af vitan um gerði Axel Sveinsson verkfræðingur, en verkstjóri var Sigurður Pétursson frá Sauðárkróki.
Heimild: Ægir 1939