21.06.2012 22:43

Ófarir "Ingu"

Björgunarsveitin á Stokkseyri við æfingar

Á vetrarvertíð 1938 vildi  það  slys  til í  lendingunni á  Stokkseyri, að ólag  reið á  bátinn  "Ingu", er  hún  var  að  fara  inn  sundið, og  lenti  það á stýrishúsinu og  braut  það og  tók út  tvo  menn, er  þar  voru, og  drukknuðu  þeir  báðir. Mennirnir  voru: Guðni Eyjólfsson frá Björgvin á Stokkseyri,  formaður  bátsins, og vélamaðurinn Magnús Karlsson, báðir ungir menn og ókvæntir.

Fjórir bátar frá  Stokkseyri, sem áttu eftir að lenda, hættu við lendingu,er skipverjar sáu ófarir Ingu, og héldu til hafs. Bátar þessir náðu síðar heilir í höfn.

Heimild: Ægir 1938 Mynd/Stokkseyrarbryggja: Sjómannadagsblaðið 1982

Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1475
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 578573
Samtals gestir: 52776
Tölur uppfærðar: 30.8.2025 00:34:34